Monrovia,
höfuðstaður Líberíu, er aðalhafnarborg landsins á Bushrodeyju og
Mesuradoskaga.
Ameríska nýlendufélagið stofnaði hana á valdadögum James
Monroe, Bandaríkjaforseta, og nefnd eftir honum.
Fyrsti bærinn (1822) var á Providence-eyju í mynni Mesuradoárinnar.
Íbúarnir eru afkomendur landnema frá Norður-Ameríku, sem
komu flestir til landsins á árunum 1830-71, og talsverður fjöldi
innflytjenda frá nágrannaríkjum.
Á Bushrodeyju er manngerð höfn og eina fríverzlunarsvæðið
í Vestur-Afríku.
Borgin er aðalmiðstöð viðskipta og samgangna í landinu og
hefur laðað að sér erlenda fjárfestingu í iðnaði, sem byggist á
olíuvinnslu, túnfiskveiðum, lyfjagerð og sements- og málningarframleiðslu.
Meðal áhugaverðra bygginga eru þinghúsið (1958), Landstjórahúsið
(1964), ráðhúsið og dómshúsið.
Margar þessara og annara bygginga urðu illa úti í grimmilegri
borgarastyrjöld í upphafi tíunda áratugarins.
Monróvía er miðstöð menntunar með Líberíuháskóla, sem
var stofnaður með lögum 1851, opnaður 1862 og fékk háskólanafn
1951.
Læknaskóli var stofnaður 1968.
Nokkrir kirkjuskólar starfa á framhaldsstigi og nútímaskólahverfi
er í Sinkorhverfinu.
John F. Kennedy minningarsjúkrahúsið, ríkisspítali og tveir
kirkjuspítalar starfa í borginni auk nokkurra einkarekinna.
Árið 1961 var haldin ráðstefna í borginni til eflingar
einingu Afríkuríkja.
Áætlaður íbúafjöldi 1984 var rúmlega 421 þúsund. |