Gambíuáin er mest áberandi ţátturinn
í landslagi landsins, ţar sem hún rennur um sandsteinshásléttu međ
ţéttum setlögum (23,7-1,6 miljón ára).
Austantil eru mjó dalverpi, sem mynduđust viđ vatnsveđrun, međ
flötum hćđum á milli. Vestantil eru lćgri og minni sandhćđir međ lćgđum, sem
eru sumpart fullar af sandi.
Í landinu ríkir ţurrt
hitabeltisloftslag međ einu miklu rigningartímabili í júlí til október.
Úrkomutíminn er lengri viđ ströndina og meira rignir ţar en
smám saman dregur úr úrkomunni til austurs.
Međalársúrkoman í Yundum er 1300 mm og međalárshitinn 25°C en 1100 mm og
28°C í Basse Santa Su, 446 km innar í landinu.
Rakastigiđ er hátt en lćkkar frá desember til apríl, ţegar
ţurrir norđaustanvindarnir, harmattan, ríkja.
Flóran einkennist af steppugróđri á hásléttunum,
margskonar fenjum á lćgri svćđum inn til landsins og fenjaskógum međfram
Gambíuánni. Villidýrafánan
er fremur fáskrúđug og stöđugt er ţrengt ađ svćđum hennar. Um miđbik Gambíuárinnar og viđ efri svćđi hennar
finnast vörtusvín, apar, bavíanar, antilópur, dvergflóđhestar og
krókódílar. |