Gambíufljótið Gambía,
Flag of Gambia, The

Booking.com


GAMBÍUFLJÓTIÐ
GAMBÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Gambíufljótið er í Vestur-Afríku.  Það á upptök sín á Fouta Djallon-hálendinu í Gíneu og rennur aðallega til vesturs í gegnum Senegal og Gambíu áður en það hverfur í Atlantshafið í grennd við eyju Heilagrar Maríu, þar sem höfuðborg Gambíu, Banjul, er.  Sandrifið fyrir ósum fljótsins hindrar ekki siglingar, jafnvel þótt lágsjávað sé.  Lengd árinnar í loftlínu frá upptökum er í kringum 480 km en séu allar bugður meðtaldar er hún 1125 km löng.  Flóðatíminn í Gambíu er frá júní til nóvember.  Þá eru Barraconda-flúðirnar, 443 km frá ósunum, færar litlum bátum.  Fljótið var lengi aðalsamgönguæð landsins.  Portúgalskir sæfarar komu fyrst auga á það árið 1446 og árið 1455 kannaði feneyski sæfarinn Alvise da Ca Da Mosto það nánar.


 TIL BAKA      Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir             HEIM