Gambía íbúarnir,
Flag of Gambia, The


GAMBIA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Búsetusvæðum landsins má skipta í þrjá flokka í meginatriðum:  Svæðin meðfram Gambíuánni upp að Kau-Ur, árslétturnar, banto faros, sem þýðir handan fenjanna og sandsteinshásléttunnar.  Flestar sveitabyggðir eru á hásléttunni, þar sem jarðvegur er þurrastur.  Margar byggðir eru á ársléttunum við miðkvísl Gambíuárinnar, þar sem er minni hætta á flóðum en í fenjunum.  Mörg þorp innfæddra er einnig að finna á milli hásléttunnar og ársléttnanna.

Margir farandshópar og flóttafólk frá átakasvæðunum í Vestur-Súdan allt frá 12. öld kom sér fyrir við Gambíuána.  Diolafólkið (jola) á sér lengsta búsetusögu í landinu.  Það býr nú að mestu í vesturhlutanum.  Stærsti þjóðfélagshópurinn er malinke (mandingo), u.þ.b. fimmtungur.  Woloffólkið býr aðallega í Banjul.  Fulanihirðingjar (fula) komu sér aðallega fyrir á efstu svæðum árinnar og konungsríki þeirra, fuladu, varð öflugt.  Soninkefólkið (serahuli), sem er blanda malinke og Fulani, býr einnig við efri hluta Gambíuárinnar.  Rúmlega 90% þjóðarinnar aðhyllist islam.

 TIL BAKA      Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir             HEIM