Gambía
er ríki í Vestur-Afríku, 10.689 km² að flatarmáli.Landið er 25-50 km breitt og tæplega 490 km langt á báðum
bökkum Gambíuárinnar.Strandlengja
þess er stutt og umhverfis það er Senegal.Lögun landsins er afleiðing málamiðlunar Englendinga og Frakka,
sem slógust um yfirráð í Vestur-Afríku á 19. öld.Höfuðborg landsins er Banjul.