Banjul Gambía,
Flag of Gambia, The


BANJUL
GAMBÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Banjul, fyrrum Bathurst, er hafnarborg og höfuðstaður Gambíu í vesturhluta landsins við Gambíuána nærri Atlantshafinu.  Þessi ferningsskipulagða nútímaborg er á sendinni eyri á enda Banjuleyjar (áður Eyja hl. Maríu).  Hún er aðalmiðstöð efnahags- og menningarmála landsins.  Þar er talsverð vinnsla jarðhnetna og fisks og framleiðsla víravirkisskartgripa og vefnaðarvöru fyrir vaxandi ferðaþjónustu.

Bretar stofnuðu Bthurst, síðar Banjul, árið 1816 sem hafnarborg og miðstöð baráttunnar gegn þrælasölu.  Um tíma var henni stjórnað sem hluta nýlendunnar Sierra Leone áður en hún varð höfuðborg brezku nýlendunnar og síðar verndarsvæðisins Gambíu 1889.  Eftir að landið varð sjálfstætt árið 1965 hélt hún höfuðborgarhlutverkinu og fékk nafnið Banjul 1973.  Höfnin var stækkuð og endurbætt á áttunda áratugnum.  Áætlaður íbúafjöldi 1983 var rúmlega 44 þúsund.

 TIL BAKA      Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir             HEIM