Landslag Eritreu er mjög fjölbreytt.
Miđhálendiđ liggur á mjórri spildu frá norđri til suđurs
og nćr allt ađ 2000 m hćđ yfir sjó nyrzt.
Grunnur ţess er kristallađ berg (granít, hellugrjót og míka).
Ofan á honum liggja setlög (kalk- og sandsteinn) og blágrýtishraun.
Efstu lögin eru sundurskorin af ár- og lćkjarfarvegum og djúpum
giljum, landslag, sem kallast ambas á máli heimamanna.
Hćsti stađur hásléttunnar er Soira-fjall (3013m).
Miđhálendiđ mjókkar til norđurs og endar í hćđakerfi, ţar
sem veđrunin nćr niđur í berggrunninn.
Í austri lćkkar hásléttan bratt niđur á strandsléttuna.
Norđan Zula-flóa er hún ađeins 17-80 km breiđ en breikkar
enn frekar til suđurs, ţar sem Denakil-sléttan tekur viđ.
Á ţessu gróđursnauđa svćđi er lćgđ, sem nćr nćstum 100 m niđur
fyrir sjávarmál (Denakil) og er hluti af Austur-Afríku-sigdalnum, sem
teygist alla leiđ ađ brattri brún hásléttunnar (mjög erfiđ
yfirferđar).
Vesturjađar miđhálendisins
jafnast út í öldótta hásléttu, sem hallar smám saman ađ landamćrunum
ađ Súdan. Međalhćđ hennar yfir sjó er tćplega 480 m og ţar ber
mest á steppugróđri, stökum trjám, runnum og árstíđabundnum
grastegundum.
Fyrir strönd Rauđahafsins er
Dahlak-eyjaklasinn, 100 eyjar og 250 hólmar og rif. Ađeins fáar ţeirra eru byggđar.
Vatnsrennsli af hálendinu skiptist
milli fjögurra stórra fljóta og fjölda smćrri vatnsfalla.
Tvö fljótanna, Gash og Tekeze, streyma til vesturs inn í Súdan.
Tekeze (Satit) er stór ţverá Atbara-fljótsins, sem rennur til
Nílar. Gash sameinast Atbara-fljótinu einungis, ţegar flóđa gćtir.
Tekeze myndar hluta landamćranna ađ Eţíópíu á vesturláglendinu
en efri hluti Gash (Mereb) myndar landamćrin á hásléttunni.
Hin tvö ađalfljótin eru Barka og Anseba.
Bćđi hafa norđlćga stefnu og mynda fenjasvćđi viđ
austurströnd Súdan og ná aldrei alla leiđ til Rauđahafs.
Margar árstíđabundnar ár, sem renna til austurs frá hásléttunni,
ná alla leiđ til sjávar á strönd Eritreu.
Loftslagiđ er margbreytilegt, ađallega vegna
mismikillar hćđar yfir sjó. Ţessa
gćtir ađallega í mismunandi hitastigi um land allt.
Á ströndinni, í Massawa, er međalárshitinn 30°C en í
Asmara, sem er ađeins 65 km fjćr ströndinni uppi á hásléttunni er
međalárshitinn 17°C. Međalársúrkoman
á hásléttunni er 400-500 mm en á vestursléttunum tćplega 400 mm.
Úrkomunnar gćtir ađallega á sumrin á ţessum slóđum međ
suđvestanvindum. Mun minni
úrkoma er á norđaustursvćđum hásléttunnar og á ströndinni og ţar
rignir mest á veturna og vorin. Inni
í landinu og á Denakil-sléttunni kemur tćpast dropi úr lofti allt
áriđ. |