Eyjarnar mynduðust í eldgosum, sem
hófust á sjávarbotni Indlandshafs.
Víða mynda króralrif náttúrlegt skjól fyrir úthafsöldunum
og sums staðar eru einhver beztu köfunarsvæði jarðar innan þeirra.
Með ströndum fram eru víðáttumiklar sandstrendur, sem eru aðskildar
pálmalundum og fenjatrjám. Nokkur
strandsvæði eru þakin tiltölulega ungum hraunum og önnur eru þakin
veðruðum, ávölum klettum, sem minna einnig á eldvirknina.
Eyjan Ngazidja, 1148 km², er stærst og hæst. Syðst á henni
er eldfjallið Karthala (2361m).
Norðan
þess er háslétta (meðalhæð 600m).
Yfirborð eyjarinnar er að mestu hrjúft og grýtt og jarðvegur
er þunnur. Vatnsföll eru
engin á yfirborði og ströndin er lítt vogskorin og hafnlaus.
Höfuðborgin Moroni er á suðvesturenda hennar og á norðurströndinni
er bærinn Mitsamiouli.
Eyjan Mwali, 290 km², er minnst eyjanna.
Hún er að mestu háslétta í 300 m hæð yfir sjó en hækkar syðst upp í
790 m háan hrygg. Dalir
eyjarinnar eru flestir frjósamir og hlíðar þeirra eru vaxnar þéttum
skógum.
Hafnleysi og kröftug úthafsalda valda erfiðleikum í flutningum.
Helztu bæir eyjarinnar eru Fomboni á norðurströndinni og Nioumachoua á
suðvesturströndinni.
Eyjan Nzwani, 425 km², er þríhyrnd
í lögun og rís hæst um miðju í Ntingui-fjalli (1580m).
Víða er jarðvegur þykkur og góður en mikil eyðing hefur átt
sér stað og stór svæði eru óræktanleg.
Með ströndum fram er hafnleysa.
Aðalborgin, Mutsamudu, er á norðvesturströndinni.
Hafnaraðstaða hennar var færð í nútímahorf á níunda áratugi
20. aldar.
Mayotte er suðaustan Nzwani (373 km²).
Hún er elzt eyjanna fjögurra.
Kómóroseyjar gera kröfu til hennar en staða hennar er óleyst
og á meðan tilheyrir hún Frakklandi. |