Comoros náttúran,
Flag of Comoros


COMOROS
NÁTTÚRAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flóra og fána.  Innan viđ 6% landsins eru vaxin skógi og hröđ skógaeyđing, einkum vegna ofnýtingar, ógnar ţessum leifum.  Sums stađar á ströndum eyjanna eru fenjatré og síđan koma kókospálmar, mangótré ob bananaplöntur upp í 400 m hćđ yfir sjó.  Ţar tekur viđ skógasvćđi upp í 1800 m hćđ.  Mahónítré og brönugrös finnast nćstum eingöngu í grýttum hlíđum.  Uppi á hćstu stöđum vaxa runnar, lyng og fléttur.  Víđa vaxa ilmplöntur, „frangipan”, jasmine og sítrónugras, sem skapa ljúfa angan á eyjunum.

Dýralífiđ
er svipađ og á Madagaskar.  Ţarna eru gíneufuglar, egret o.fl. og lemurapar og ávaxtaleđurblökur, sem eru sérstök einkennisdýr eyjanna.  Međ ströndum eyjanna er urmull af skjaldbökum, sem eru fluttar út.  Fyrir ströndinni er fjöldi fisktegunda, ţ.á.m. „coelacanth”, sem er sjaldgćf tegund og fyrrum álitin útdauđ.  Fundizt hafa allt ađ 400 miljóna ára steingervingar ţessarar tegundar.  Auk ţessara tegunda er einnig refategund, sem gefur frá sér sérstaka lykt, litlar eđlur og risalandkrabbar.  Aukin búseta ógnar lífríkinu.

Loftslagiđ.  Hitabeltisloftslaginu má skipta í tvćr árstíđir, ţurrkatíma frá maí til október og hlýrri og rakari tíma frá nóvember til apríl.  Í nóvember fćrir sumarmonsúninn (kashkazi) međ sér mesta daghitann (33°C).  Mesta úrkoman er í janúar (275-375 mm) og búast má viđ mestum lćgđagangi á sumrin.  Lćgsti vetrarhitinn í júlí getur fariđ niđur í 29°C.  Međalársúrkoman liggur á milli 1100 og 2900 mm, mest áveđursmegin ađ norđaustanverđu.

Regnvatniđ síast svo djúpt niđur í gegnum hraun og gropinn stein Ngazidja, ađ erfitt er ađ bora eftir vatni.  Íbúarnir hafa safnađ vatni í ílát um regntímann frá alda öđli, líkt og Vestmannaeyingar gerđu fyrrum, og nýta einnig ferskvatnslindir međfram ströndinni (fumbus).

 TIL BAKA           Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM