Landið
er stór háslétta, sem hallar lítillega til suðurs.
Rauðleitur, járnlitaður berggrunnurinn undir kristölluðu
yfirborðinu er víða djúpt veðraður af aðalánum, Svörtu- og Hvítu
Volta, sem sameinast og mynda Voltafljótið í suðausturhluta landsins.
Áin Oti, ein þverá Voltafljótsins, á upptök sín í suðausturhlutanum.
Í suðvesturhlutanum eru sandsteinssléttur, sem markast af
Banfora-jaðrinum, sem er allt að 160 m hár og hefur na-sv stefnu.
Víðast er þurrviðrasamt og jarðvegurinn ófrjósamur.
Árnar eru háðar verulegum árstíðasveiflum og sumar þorna
algerlenga á aðalþurrkatímanum. |