Budapest Ungverjaland,
Flag of Hungary


BUDAPEST
UNGVERJALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Budapest, höfuðborg Ungverjalands, er í 529 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn (1998) var u.þ.b. 2,1 milljón. Budapest er landfræði-, viðskipta-, stjórnmála- og menningarlegur miðpunktur landsins.  Borgin er á báðum bökkum Dónár og er einhver hin fegursta í Evrópu vegna legu sinnar og byggingarlistar.  Hún óx upp úr bæjunum Buda á hægri bakkanum og Pest á hinum vinstri.  Í Budapest er að finna minjar um Rómverja og Tyrki auk byggingarstíla miðalda, sem falla saman í fögrum samhljómi.  Jóhannesarfjall er hæsti staður borgarinnar og umhverfis eru fjöll og hæðir, sem skýla henni.  Eitt sérkenna Budapest eru 120 heitar laugar (76°C), sem hafa verið nýttar til baða frá dögum Rómverja og eru nú nýttar fyrir 10 heilsubótarstaði og 32 sund- og baðstaði.

Svæðið, sem Budapest er á var byggð mönnum á steinöld.  Keltneskt þorp stóð þar sem Rómverjar settust að á 2. öld (30.000 íbúar).  Rómverska nýlendan hét Aquincum.  Á 4. öld viku Rómverjar fyrir þjóðflutningunum úr austri.  Eftir landnám Ungverja (magyara) á 9. öld var blómaskeið Buda Obuda en mongólar eyddu bænum 1241.  Upp frá því var Buda víggirt og á 14. og 15. öld hófst uppgangur á ný.  Á tímabilinu 1541-1686 var Buda undir yfirráðum Tyrkja.  Borgin eyddist og kirkjum var breytt í moskur.  Að frelsun lokinni var borgin í rústum og fjöldi íbúa náði ekki tölunni 1000.  Undir stjórn Maríu Theresíu var reist ný konungshöll.  Árið 1777 varð Buda háskólaborg og Pest 1784.  Á 19. öld blómstruðu Buda, Pest og Obuda og voru sameinaðar í höfuðborg árið 1873.  Iðnaður og andlegt líf dafnaði mjög.  Á fimmta áratugi 19. aldar fimmfaldaðist íbúafjöldi borgarinnar.

Íbúarnir sigruðust á erfiðleikum fyrri heimsstyrjaldarinnar en bilið milli ríkra og fátækra breikkaði, þannig að upp risu glæsileg hús og hallir og fátækrahverfi.  Budapest varð aftur fyrir verulegu tjóni í síðari heimsstyrjöldinni, einkum í bardögum í lok hennar.  Meðal annarra skaða, sem Þjóðverjar ollu, var að sprengja allar Dónárbrýrnar að baki sér, þegar Rússar sóttu fram (13.02.45).  Endurbyggingin tengdi úthverfi, sem voru skipulögð, Budas kastalinn var byggður, neðanjarðarbrautir voru lagðar og nýjar brýr byggðar.
Meira

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM