Skipting
Þýzkalands:
Bandamenn
höfðu þegar hugleitt framtíð hins sigraða Þýzkalands áður en
stríðinu var lokið. Framar
öllu var ákveðið að gera Þjóðverjum ókleift að heyja árásarstríð
á ný. Öruggasta leiðin
að því marki virtist vera að skipta landinu í mörg smærri ríki. Þegar
leið nær stríðslokum, var fallið frá þeim hugmyndum.
Ástæður þess, að landinu var skipt samt sem áður, áttu rætur
að rekja til þróunar heimsmála á eftirstríðsárunum.
Potsdamfundurinn
og austanjárntjaldssvæðin:
Eftir
uppgjöfina skiptu bandamenn landinu í 4 hernámssvæði og skipuðu
stjórnarnefnd, sem átti að stjórna því í heild.
Berlín lá utan þessara marka og var sett undir stjórn allra
hernámsveldanna fjögurra. Hver
bandamanna hafði umsjón með sínum hluta borgarinnar.
Stjórnarnefndin hélt
sinn fyrsta fund 30. júlí 1945. Samtímis
átti var haldin ráðstefna þjóðhöfðingja Bandaríkjamanna og Rússa
og forsætisráðherra Breta. Árangur
þessara þríveldaviðræðna var opinber yfirlýsing , sem var
undirrituð af Stalín, Truman og Attlee.
Yfirlýsingin, sem síðar var kölluð Potsdamsamkomulagið,
innih´let samning og skýringar, sem vörðuðu framtíð Þýzkalands.
Þar kvað m.a. á um framtíðarlandamæri Þýzkalands og Póllands
og sovjezku svæðin í Þýzkalandi.
Þessi ákvæði náðu til u.þ.b. fjórðungs landsins eins og
það var 1938. Pólland átti
óumdeilanlega rétt til bóta fyrir allan stríðsskaðann en vafamál
er, hvort þessi leið hafi átt rétt á sér, það er að segja að
innlima alþýzk svæði í stað svæða í Austur-Póllandi, sem Rússar
fengu. Allt frá 1921 höfðu
Rússar haft áhuga á að færa landamæri sín lengra til vesturs.
Það tókst þeim með innlimun 200.000 km² af Póllandi 1939.
Þeir kröfðust þess í staðinn í stríðinu, að Pólverjar,
sem þá voru orðnir bandamenn þeirra, fengju hluta af þýzku landi.
Þýzku svæðin, sem um ræðir, voru alls 114.000 km² og náðu
yfir Austur-Prússland, Slésíu og hluta af Pommern og Brandenburg.
Þýzkt fólk hafði búið þar um aldir og þýzk menning var
þar rótgróin. Þetta
voru einnig þýðingarmikil landbúnaðarsvæði, sem brauðfæddu nálega
13,5 milljónir manna og þaðan kom fimmtungur allra kola landsins.
Brottflutningurinn
og Oder/Neisse línan:
Yfirlýsing
þríveldanna fól í sér hina illframkvæmanlegu 'nauðsyn' að flytja
fólk af þýzkum uppruna frá Póllandi, Tékkósóvakíu og
Ungverjalandi til Þýzkalands. Þótt
þessi áætlun liti vel út á pappírunum, leiddi hún hörmungar og
dauða yfir milljónir manna. Þessi ákvæði áttu ekki að ná til landsvæða, sem
tilheyrðu Þýzkalandi fyrir styrjöldina en þar var þeim engu að síður
beitt með hörku eins og annars staðar í austantjaldslöndunum.
áður en hafizt var handa, höfðu 4 milljónir þegar flúið
vestur yfir. 5,6 milljónir
voru neyddar til að yfirgefa heimkynni sín á þýzku svæðunum.
3,5 milljónir urðu að yfirgefa Súdetaland í Tékkóslóvakíu.
Þannig urðu u.þ.b. 13 milljónir landflótta.
Þetta fólk varð að skilja mestan hluta eigna sinna eftir.
Áætlað er, að u.þ.b. ein milljón hafi látið lífið í þessum
þjóðflutningum.
Fólkinu var dreift um
öll hernumdu svæðin, sem vesturveldin réðu, og flutt til annarra
landa. Flestir settust að,
þar sem Sambandslýðveldið Þýzkaland var síðar stofnað.
Framan af var mjög erfitt að finna húsnæði, fæði og skæði
í stríðshrjáðu landinu. Flóttafólkið
fékk mikla aðstoð við uppbyggingu nýs lífs í nýju umhverfi, m.a.
var lagður nýr skattur á þá, sem meira máttu sín til að gera það
kleift. Byrðinni var
dreift. Viðskiptabatinn,
sem kom í kjölfar stofnunar sambands-lýðveldisins gerði fólkinu léttara
að aðlagast aðstæðum. Smám
saman samlagðaist það fólkinu, sem fyrir var.
Almennt fannst fólki
í Þýzkalandi þessi brottflutningur og aðskilnaður frá svæðum
austan Oder/Neisse línunnar mjög óréttlátur.
Allir stjórnmálaflokkar landsins, einnig kommúnistar, voru mjög
andsnúnir þessum ráðstöfunum.
Austur-Þýzkaland endurskoðaði afstöðu sína til málsins.
Hinn 6. júli 1950 komust Austur-Þýzkaland og Pólland að
samkomulagi um, að framvegis skyldu landamæri ríkjanna fylgja
Oder/Neisse línunni.
Sambandslýðveldið
benti á ákvæði Potsdamsamkomulagsins um, að framtíðarskipan
landamæra landsins ætti að ákveða í friðarsamningum við landið
í heild. Þá var og bent
á ákvæðin um, að ekki mætti svipta fólk á þ´<yku svæðunum
rétti til að vera þar áfram. Jafnframt
lýsti sam-bandslýðveldið yfir, að það hyggðist ekki breyta
landamærunum með valdi. Samt
sem áður stóðu skiptar skoðanir ríkjanna um landamæramálið
lengi í vegi fyrir eðlilegum samskiptum við Pólland.
Það var ekki fyrr en
1970, að Varsjársamningurinn um þessa mál var staðfestur og
samskipti ríkjanna urðu „eðlileg”.
í samningnum var staðfest, að Oder/Neisse línan væri landamæri
Póllands að vestan. Bæði
ríkin staðfestu, að landamærin skyldu vera óbreytanleg og þau ættu
framvegis engar landakröfur hvort gegn öðru.
Þýzkaland
undir hernámsstjórn:
Eitt
mikilvægasta verkefni Potsdamfundarins var meðhöndlun hins sigraða
Þýzkalands. Menn urðu
sammála um eftirfarandi aðalatriði:
Algera afvopnun og bann við her; eyðingu getur til að heyja
stríð; bann við þjóðernisjafnaðarstefnunni; afnám miðstýringar
verzlunar og viðskipta og uppbyggingu stjórnmála á lýðræðislegum
grunni. Þýzk ríkisstjórn
skyldi ekki mynduð að svo stöddu, heldur framkvæmdanefndir til aðstoðar
stjórnarnefndinni á ýmsum sviðum.
Brátt kom í ljós, að
hver sigurvegaranna túlkaði ákvæði Potsdamsamkomulagsins eftir
eigin höfði og hag. Frakkar
beittu neitunarvaldi gegn myndun þýzkrar ríkisstjórnar og litu alla
viðleitni til sameiningar tortryggnisaugum.
Frá upphafi ríkti mesti ágreiningurinn um niðurlagningu
hersins og hvernig að henni skyldi staðið.
Vesturveldin greindi aldrei á um frumdrætti skipulags ríkis og
þjóðfélags; þar skyldi ríkja lýðveldi, réttaröryggi,
borgaralegt frelsi, mannréttindi, eignarréttur og einkarekstru skyldi
fá að njóta sín. Í
augum Sovétmanna var lýðveldishugmyndin aðeins framkvæman-leg í
anda kenninga Leníns, þar sem ríkið eða öllu heldur ríkjandi kommúnistaflokkur
hefði yfirráð og umsjón með framleiðslutækjunum.
Þótt ágreiningur ríkti um þessi grundvallaratriði, voru þau
þó aðeins eitt kornanna, sem fyllti mælinn og leiddi til kalda stríðsins. við þessar aðstæður lauk samstarfi bandamanna á árunum
1947-48. Í marz 1948 drógu
Sovjetmenn fulltrúa sinn út úr stjórn-arnefndinni.
Það ríkti mikil spenna, opinn fjandskapur og við lá, að upp
úr syði með nýju stríði, þegar Rússar einangruðu Vestur-Berlín
og bönnuðu allar samgöngur.
Endurreisn
stjórnmálastarfsemi á hernámssvæðunum:
Myndun og uppbygging stjórnmálaflokka
á hernámssvæðunum hófst á meðan bandamenn deildu um framtíð
landsins. á svæðum
Sovjetmanna gekk þetta fljott undir strangri handleiðslu.
Strax sumarið 1945 var stjórnmálastarfsemi leyfð og miðstjórnir
voru myndaðar. Sovétmenn
greiddu leiðir kommúnista (KPD) og neyddu síðan jafnaðarmenn (SDP)
til að sameinast KPD. Við samrunann var stofnaður Hinn þjóðfélagslegi
einingarflokkur Þýzkalands SED, sem fékk flest atkvæði í sveitastjórna-
og þingkosningum árið 1946. Þennan
árangur má meðal annars þakka þeim hindrunum, sem lagðar voru í
veg annarra flokka við kosningarnar.
Síðan var ekki gengið
til frjálsra kosninga í DDR fyrr en Þýzkaland sameinaðist á ný
1990. SED rak áróður
fyrir stofnun sameinaðs þýzks alþýðulýðveldis og andmælti ásökunum
um að ætla að innleiða sovjezka stjórnskipulagið í Þýzkalandi.
Á vestursvæðunum fóru menn hægar í sakirnar.
Þar voru stjórnmálaflokkar aðeins leyfðir í hverju ríki
fyrir sig áður en til heildarsamtaka kom um landið allt.
Árin 1946-47 var kosið til ríkjaþinga.
Stjórnareiningar á hernámssvæðunum voru í fæð-ingu.
Það var ljóst, að það þurfti ofurmannlegt átak til að
lyfta landinu úr rústum stríðsins.
Fjórveldastjórnin var óvirk og ekki var mikils að vænta úr
þeirri átt. Þess vegna
ákváðu Bretar og Bandaríkjamenn að tengja svæði sín viðskiptaböndum. Þetta sameinaða viðskiptasvæði varð upp-hafið að
stofnun sambandsríkisins. Viðskipta-
og stjórnarnefndir ríkjanna voru undanfarar komandi þjóðþings og ríkisstjórnar.
á þessu stigi myndaðist samsteypa borgaraflokkanna, sem stjórnuðu
síðan lengi í Þýzkalandi. |