4000
f.Kr. Settist fólk af nokkrum þjóðflokkum frá Bæheimi að á
Pragsvæðinu.
3000-1000
f.Kr. Settust kaupmenn
að við Moldárvaðið neðan við Hradschin, þar sem
raf-
og
saltvegirnir skárust.
400
f.Kr.
og síðar Keltneskir Bæjarar
settust að á svæðinu, sem þeir kölluðu
Bæheim.
10
f.Kr.
Lögðu Markomannar Bæheim undir sig.
500
Á þjóðflutningatímanum fóru vestur-slavar að setjast að
á svæðinu.
Miðstöð
verzlunar og viðskipta færðist til Hradschin og umhverfis
þess.
800
Voru 40 víggirtir bóndabæir í Prag.
Sagan segir, að Libussa fursti,
sem var gæddur miðilsgáfum,
hafi stofnað Prag.
850-895
Borivoj hertogi, fyrsti fulltrúi Premyslidenættarinnar,
sameinaði
tékkneskuþjóðflokkanna og gerði Hradschin að
aðsetri ríkisstjórnar.
874
Lét Borivoj slavneska postulann Methodius skíra sig. Eftir lát
Borivoj var kona hans, Ludmilla,
myrt. Hún er talin fyrsti
píslarvottur landsins og er dýrkuð sem verndardýrlingur Bæheims.
921
Barnabarn Ludmillu, Wenzel hertogi, tók við völdum.
929
(eða 935) Myrti
Boleslav I hinn grimmi bróður sinn Wenzel.
973
Varð Prag sjálfstætt biskupsdæmi í erkibiskupsdæminu Mainz
undir
stjórn Boleslav II hins guðhrædda.
Bæheimska yfirráðasvæðið
náði alla leið til Garðaríkis
(Kænugarður; Kiev).
900-1000
Settust þýzkir, franskir, ítalskir og gyðingakaupmenn að í
Prag.
993
Stofnaði heilagur Adalbert, biskup í Prag, Benediktínaklaustrið
Brevnov.
1061-1092
Flutti Vradislav II (Vradislav I konungur frá 1085) aðsetur
sitt frá
Hradschin til Vysehrad.
1158
Varð Vladislav II, hertogi, konungur Bæheims. Fyrsta steinbrúin,
sem
byggð var yfir Moldá, þar sem Karslbrúin er nú, tryggði framtíð
Prag sem aðalviðskiptaborg landsins.
1178
Sobeslav II fyrirskipaði, að þýzkir kaupmenn skyldu lúta
þýzkum
lögum í landinu, þurfa ekki
að gegna herskyldu og
njóta skattfríðinda. Þessar
ráðstafanir áttu að tryggja veru þeirra,
sem settust að í Prag.
1198
Keisarinn gerði Bæheimshertoga (Premysl Ottokar I) að konungi.
1230
Voru byggðir borgarmúrar umhverfis gamla borgarhlutann, sem var
gerður að stjórnsýslueiningu með Nürnberg
sem fyrirmynd.
1257
Premysl Ottokar II konungur stofnaði
Litluborg fyrir þýsku
innflytjendurna og henni var stjórnar í samræmi
við lög Magdeborgar. Næstu
árin tókst Ottokar að stækka ríki sitt, þannig að það náði
yfir Austurríki og stóra hluta
Norður-Ítalíu.
Tilraun hans til að verða keisari mistókst.
1300
Var hafinn sláttur myntarinnar „Groschen” í Prag (1 DM = 63
Gr.).
Þessir peningar komust víða í umferð í
Þýzkalandi og urðu fyrirmynd samnefndrar
þýzkrar myntar.
1306
Premyslættir leið undir lok í karllegg með morði Wenzels III
konungs.
1310
Þýzki konungurinn Heinrich VII af Luxembúrg fékk Elísabetar
Premysl
fyrir son sinn Jóhann og tryggði þannig ætt
sinni krúnu Wenzelanna.
1344
Karl (IV) stjórnar Bæheimi og losaði Prag undan erkibiskupum
Mainz. St. Veit dómkirkjan
var reist í tilefni erkibiskupsseturs í Prag.
1346
Karl (IV) verður Karl I, konungur Bæheims.
1347
Karl I verður Karl VI, konungur Þýzkalands.
Hann gerði Bæheim að
miðstöð hins þýzka ríkis og sameinaði
Mæri og Slesíu Bæheimi. Prag
varð að
höfuðborg hins heilaga þýzka ríkis, kölluð Róm Norðursins. Borgin laðaði að sér
fjöldann allan lista- og menntamenn víða að
frá Evrópu.
1348
Karlsháskólinn stofnaður (hinn fyrsti í Mið-Evrópu).
Prag þenst út við aukna búsetu iðnaðarmanna og
atvinnurekenda og verður
fjölmennasta borg Mið-Evrópu.
Karl lét reisa kirkju Maríu Schnee og kastalann
Karlstein.
1355
Karl IV varð rómverskur keisari.
1356-57
Í gegnum „Gullna nautið” tryggði Karl IV bæheimskum
konungum
forréttindi meðal hinna veraldlegu kjörfursta.
Bygging Karlsbrúarinnar og brúarturnsins.
1378-1419
Á valdatíma Wenzels IV varð mikil félagsleg og trúarleg
spenna auk
ósættis um krúnuna.
Wenzel IV var settur af sem þýskur konungur árið 1400 en hélt
krúnunni í Bæheimi.
1409
Jan Hus, magister, fékk Wenzel til að draga úr forréttindum
Þjóðverja í háskólunum.
2000 þýzkir stúdentar og háskólakennarar fluttust á brott.
1415
Siðbótarmaðurinn Jan Hus neitaði að draga til baka skoðanir
sínar á ráðstefnunni í Konstanz og var brenndur á báli.
Dauði hans varð til
stofnunar andkirkjulegra flokka í Bæheimi.
1419
Hópar fólks réðust á ráðhúsið í nýja borgarhlutanum,
frelsaði fjölda
hússíta og fleygði tveimur katólskum borgarráðsmönnum
út um glugga.
Upphafa hússítastríðanna.
Lát Wenzels konungs.
1420
Martin V, páfi, sendi krossferðaherinn gegn trúvillingunum í
Bæheimi. Her hússíta
undir stjórn Jan Zizka sigraði her Sigismunds konungs í
orrustunni við
Veitsburg. Í kjölfarið hófu hússítar gagnárásir undir stjórn
Prokop
d. A. og gerðu m.a. hefndarárásir á Bæjaraland, Brandenburg,
Sachsen og Austurríki.
Hússítar töpuðu stríðinu en komu í gegn
nokkrum breytingum, s.s. því, að kirkjan
ætti ekki veraldlegar eignir og breytingu á
altarisgöngunni.
1436-1471
Uppbyggingu Prag var haldið áfram í stjórnartíð Georgs von
Podebrad (konungur Bæheims frá 1458).
Furstarnir, sem mökuðu krókinn við
eignaupptökuna frá
kirkjunni, urðu voldugri. Dró úr áhrifum borgarinnar á
viðskiptasviðinu.
1490
Héruðin, sem tilheyrðu bæheimsku krúnunni voru sameinuð
Póllandi
og Ungverjalandi. Wladislav
Jagello konungur flutti setur sitt frá Prag til
Búdapest.
1526
Féll krúnan í hendur Habsborgarans Ferdinands.
eftir
1549 Lúterskir Þjóðverjar flytja til borgarinnar og styrkja mótmælendur
gegn gagnsiðbót hinna katólsku Habsborgara.
1556
Varð Ferdinand I þýzkur keisari og stefndi jesúítum til
Prag.
1609
Rudolf II varð fyrir árás frænda síns, Leopold, og varð að
kalla
bróður sinn, Matthias, og bæheimskar stéttir sér til aðstoðar. Til að liðka fyrir
aðstoðinni lofaði hann aðalnum trúfrelsi.
1612
Rudolf II sagði af sér. Matthías,
bróðir hans, varð konungur.
1618
Önnur uppreisn mótmælenda sýndi andstöðu aðalsins gegn
hinum
katólsku Habsborgurum. Upphaf
30 ára stríðsins.
1619
Bæheimsku stéttirnar settu Ferdinand II af og kusu kjörfurstann
Friedrich V af Pfalz til konungs.
1620
Ferdinand II sigraði „vetrarkonunginn” Friedrich V í orrustunni
við
Weissenfjall og tryggðierfðagengi
konungsdæmis síns.
1621
Voru 27 forsprakkar uppreisnar aðalsmanna í Bæheimi líflátnir
og á
eftir stóð hinn evangelíski
aðall valdalaus.
1624
Flutti Ferdinand II hirð sína til Vínar og embættismenn stjórnuðu
Bæheimi þaðan.
Þýzka og tékkneska voru áfram opinber tungumál, en tékkn. náði
yfirhöndinni á bókmenntasviðinu.
1627
Stjórnunarréttur i Bæheimi var erfðabundinn austurrísku ættinni
og
katólskan einu trúarbr., sem voru leyfð.
Einvaldurinn fékk löggjafarrétt, mátti skipa í
æðstu embætti
og gat afnumið ákvarðanir þingsins.
Þessi löggjöf braut
endanlega vald stéttanna í Bæheimi og Mæri á
bak aftur.
1631
Wallenstein hrakti Svía á flótta.
Þeir höfðu komizt alla leið til Prag í
30 ára stríðinu.
1648
Svíar voru búnir að leggja undir sig Litluborg, þegar fréttir
bárust
um lok stríðsins. 30
ára stríðið hafði lagt Bæheim í rústir.
Prag tapaði
menningarlegri og viðskiptalegri stöðu
sinni.
1741-1742
Í austurríska erfðastríðinu lögðu Bæjarar og Austurríkismenn Prag
undir
sig.
1757
Friðrik mikli sigraði Austurríkismenn við Prag í sjö ára
stríðinu.
Hann hætti umsátrinu
um borgina eftir uppgjöf hennar.
1781
Jósef II hélt áfram umbótum, sem hófust 1680, í tengslum við
afnám átthagafjötra. Þýzka
tungan fékk aukið vægi í ríkinu.
1784
Hradschin, Litlaborg, Gamla- og Nýjaborg sameinuðust.
1845
Var járnbrautin milli Prag og Vínar vígð.
1848
Þjóðaruppreisn Tékka misheppnaðist.
Frantisek Palacký fellur frá
þátttöku í þjóðfundinum í
Frankfurt. Slavneska ráðstefnan var haldin.
Spennan milli
Tékka og Þjóðverja jókst.
1861
Töpuðu Þjóðverjar meirihluta í borgarráði Prag í fyrsta
skipti.
1882
Stúdentum í háskólanum var skipt eftir þjóðernum.
1886
Þýzkir þingmenn hurfu af þingi.
Tékkar komu sér í auknum mæli
fyrir í þýzkumælandi borgum en Þjóðverjar
héldu samt viðskiptalegum forréttindum.
1891
Iðnsýning í Prag. Iðnvæðingin,
einkum á þýzkumælandi svæðum, gerði Bæheim að miðstöð iðnaðar
í keisaradæminu.
1913
Vaxandi spenna milli þjóðernanna gerði þingið óstarfhæft
og
í fyrri heimsstyrjöldinni var Bæheimi stjórnað með sérstökum
ráðstöfunum.
1918 Lýðveldið Tékkóslóvakía stofnað.
Tonas G Masaryk
forseti.
Áframhaldandi spenna milli Tékka, Slóvaka, Þjóðverja, Ungverja og
Pólverja
ógnar lýðveldinu.
1938
Samningurinn í München:
Þýzkumælandi hluti Tékkóslóvakíu
innlimaður í
Hitlers-Þýzkaland.
1939
Það, sem eftir var af Tékkóslóvakíu varð að verndarsvæðinu
Bæheimi
og Mæri undir stjórn Þýzkalands.
1945
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar kynnti sósíaldemókratinn Zdenek
Fielinger Kaschauer áætlunina, sem gerði ráð
fyrir stofnun sósíalísks ríkis.
1948
Náði kommúnistaflokkurinn (KPC) völdum og landið varð að
þjóðarlýðræði.
1960
Var sósíalíska lýðræðisríkið CSSR stofnað.
1968
Vorið í Prag.
Svoboda forseti og Dubcek flokksritari reyndu að koma
umbótum í gegn en herir Varsjárbandalagsins
börðu niður allar slíkar tilraunir og
Sovétríkin komu byggðu herstöðvar í landinu
til frambúðar.
1973
Var undirritaður samningur í Prag um gagnkvæmt samband
Þýzkalands og Tékkóslóvakíu.
1974
Stækkaði Prag vegna sameiningar hennar og nokkurra sveitarfélaga.
1989-1990 Múrinn hrynur.
|