Menningarhöllin
við Nanhai-götu hýsir auk sögusafnsins vísindasafn þjóðarinnar
og þjóðlistasalinn, þar sem haldnir eru tónleikar danssýningar og
óperur frá fjarlægum kínverskum héruðum.
Hinar hefðbundnu Peking-óperur eru sviðsettar í sýningarmiðstöð
hinna tveggja kínversku þjóða við Chunghua-götu.
Þar við hliðina, við Kuixang-götu, er safn hinna tveggja kínversku
þjóða. *Skordýrasafnið við Chinan-götu hýsir m.a. safn hinna
400 litríku fiðrildategunda landsins.
Í
suðvesturjaðri miðborgarinnar er hin mikilúðlega minningarhöll um Tschiang
Kai-schek (Chung-Cheng-) milli stórbrotinna garða.
Hún var opnuð 4. apríl 1980 við hátíðlega athöfn.
Þessi 23 hæða og 70 m háa bygging er fyrirmyndardæmi um kínverska
byggingarlist. Hliðið að
25 ha garðinum er líka stórbrotið, 80 m breitt og 30 m hátt.Önnur
stór minningarhöll, helguð Sun Yatsen, er í vesturhluta
borgarinnar. Í samkomusal
hennar eru sæti fyrir 2600 manns.
Hsing-Tien-hofið
við Minchuan-götu í norðurjaðri miðborgarinnar er helgað stríðsguðnum
Kuan Kung (Kuan Yu). Þessi
guð gegnir mikilvægu hlutverki í sígildu, kínversku ritverki:
"Saga konungsríkjanna þriggja".
Konfúsíushofið
er líka í norðurhluta borgarinnar.
Það er ekki staður til að ákalla guð, heldur til að
minnast hins mikla heimspekings. Á
afmælisdegi hans, hinn 28. september, eru haldnar minningarhátíðir
með 'Ming-dönsum'. Friðsælt
hofið hvetur til íhugunar.
Taohofið
Pao-An
er við næstu götu, Hami-götu. Það
er eitt elztu hofa Taiwan, reist á 17.öld.
Linchi-hofið
við Chiu-Chuan-götu er þrungið dularfullri ró.
Ófjarri
hofinu er Tapeng-listaskólinn fyrir kínverskar óperur er meðal beztu
menntastofnana sinnar tegundar á Taiwan og hefur alið af sér fjölda
afburðalistamanna. Jafnvel
börnin gangast þar undir stranga kennslu í söng og loftfimleikum.
Dýragarðurinn
er líka í norðurhluta borgarinnar.
Handan Keelung-árinnar, handan Grand hótelsins, er hið fagra
hof píslarvotta byltingarinnar.
Á
leiðinni að Hallarsafni þjóðarinnar í úthverfinu Waishuanghsi er
Kínverska kvikmynda- og menningarstofnunin.
Þar eru sýndar ástarmyndir og blóðugar Kung-ruslræmur.
'Central'-kvikmyndafélagið rekur þar vaxmynda-safn.
Milli
skógi vaxinna hæða Waishuanghsi-hverfisins er hið heimsfræga **Hallarsafn
þjóðarinnar. Húsið sjálft
með tunglhliðunum og litríku tígul-steinsverki er mjög
athyglisvert. Innanhúss
eru ómetanlegir fjársjóðir. Verð-mætustu
munirnir eru úr keisarasafni, sem rakið er aftur til 12. aldar.
Þeir voru fluttir þangað frá Nanjing árið 1948.
Vegna plássleysis er einungis hægt að sýna 11.000 muni hverju
sinni, en heildarfjöldi þeirra er einhvers staðar á bilinu 300.000 -
600.000. Skipt er um sýningar
ársfjórðungslega. Fjársjóð-irnir
eru annars geymdir bak við stálhurðir í neðanjarðargeymslum djúpt
undir safninu. Það, sem
er til sýnis hverju sinni, er ákaflega athyglisvert:
Tang- og Sung-málverk, útskornir jaðemunir, úrvals
Ming-postulín, skrautritanir, allt að 3000 ára bronzmunir, glerhúðaðir
munir, víravirki, lakkmunir, sjaldgæfar bækur og skjöl, glitvefnaður
og leikföng Mandschu-keisaranna. |