Taipei umhverfi Taiwan,
Flag of Taiwan


TAPEI
UMHVERFI
TAIWAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Yangmingshan er fallegur garður 15 km norðan höfuðborgarinnar.  Hann er sérstaklega fallegur á vorin, þegar kirsuberjatrén og azalirunnarnir blómstra á vorin.  Þar eru líka litlar tjarnir, garðskálar og landslagsgarðar.  Innan garðsins eru nokkur hótel með hveraböðum, þar sem mjög hæfar, blindar nuddkonur þjóna gestunum.  Margt ríkt fólk býr í nágrenni garðsins.

Leirkera- og steingerðarbærinn Peitou er við veginn norðvestur frá Taipei.  Kínverska leirkeragerðin (China Arts Pottery) bæði selur afurðir sínar og sýnir tilurð framleiðslunnar. Svolítið lengra en Peitou er sjávarþorpið Tamsui norðan við samnefnda á.  Fyrrum var þarna blómstrandi hafnarbær eins og tígulsteinaforhliðar húsanna gefa til kynna.  Þar eru nokkur góð veitingahús, sem bjóða upp á sjávarrétti (alltaf þarf að athuga, hvort hráefnið sé ferskt!).  Skammt frá þorpinu er afbragðsgolfvöllur.  Hátt yfir ósunum gnæfir gamla virkið Fort San Domingo (Rauðavirki), sem Spánverjar byggðu árið 1628 og Hollendingar náðu síðar undir sig.  Umhverfis virkið er rauður múr, sem kínverjarnir kölluðu Hung Mao Cheng (Virki rauðu villimannanna).  Brezki ræðismaðurinn notaði það til ársins 1972.  Handan ósanna er hið einkennilega fjall 'Kuanyin-shan' (612 m).  Það ber nafn gyðju meðaumkunarinnar og sumir þykjast sjá vangasvip hennar í klettamyndunum þess.

Heilsubótarstaðurinn Pitan, 14 km sunnan Taipei, er mjög vinsæll meðal borgarbúa.  Þar er sundaðstaða og bátsferðir.

Hof hinna átta ódauðlegu, Chihnan, 16 km austan Taipei, er heimsóknar virði.  Kínverjar trúa því, að guðinn Lu Tung-pin valdi draumsýnum hjá trúuðum, sem gista í hofinu.  Hofið er byggt í hefðbundnum, kínverskum hallarstíl.

Borgin Keelung (350þ. íb.) er u.þ.b. 30 km norðaustan Taipei.  Hún er næststærsta hafnarborg landsins og stendur við Austur-Kínahaf.  Hún er hafnarborg Taipei og mikilvæg samgöngumiðstöð.

Saga hennar er viðburðarík.  Spánverjar lögðu undir sig hafnarbæinn árið 1626 og nefndu hann Santísima Trinidad (Allraheilögustu þrenningu).  Síðar settust Hollendingar þar að og Cheng Cheng-kung (Koxinga) rak þá brott árið 1661.  Ógurlegur jarðskjálfti lagði borgina í rúst árið 1867.  Árið 1884 réðust franskir sjóliðar inn í borgina og ellefu árum síðar lagði japansku könnunarleiðangur þennan hernaðarlega mikilvæga stað undir sig.

Loftslagið er sérstaklega rakt á þessum slóðum, að meðaltali 200 rign-ingardagar á ári.  Aðaltákn borgarinnar er 22,55 m há stytta af náðargyðjunni Kuan Yin, sem gnæfir yfir höfninni á svörtum marmarastalli.

Tíu km norðaustan Keelung er Yeliu-þjóðgarðurinn með skrítnum og snarbröttum sjávarklettum.  Tengd honum er haffræðistofnun með höfrungum.

Í fiskibænum Yeliu er fjöldi góðra en dýrra sjávarréttaveitingahúsa.  Fallegar baðstrendur Chinsan teygjast 6 km norður frá Yeliu.

Strandbærinn Fulung, 52 km austan Taipei, í grennd við mjög fallegan skaga, sem teygist langt á haf út, býður upp á mjög góðar baðstrendur.

Heilsubótarbærinn Wulai, 35 km sunnan Taipei, býður upp á alls konar afþreyingarmöguleika.  Þaðan ekur lest í skoðunarferðir til Atayal, þorps frumbyggjanna, sem iðka enn þá hefðbundna söngva og dansa og ganga í gömlum búningum.

Kringum 50 km suðvestan Taipei, við Lungtau, er garður með tugum eftirlíkinga af kínverskum byggingum í mælikvarðanum 1:25 (þ.á.m. keisarahöllin í Peking).

Við uppistöðulónið Shihmen (55 m há stífla), 55 km suðvestan Taipei, er allstórt heilsubótarsvæði.  Á leiðinni þangað er  Tzuhuvatnið.  Þar er grafhýsi Tschang Kai-sheks.  Hann dó árið 1975 og jarðneskar leifar hans liggja í glansandi, svartri kistu í grafhýsinu (ath. réttan klæðnað, ef það er skoðað).  Tschang Kai-shek fæddist árið 1887 og var vanur að leggja leið sína að vatninu til hugleiðinga.  Í hugum margra Taiwanbúa er þetta svæði aðeins stundlegur legstaður hans, því jarðneskar leifar hans eigi að hvíla í höfuðborg Kuomintanghéraðs eftir að lýðveldiskínverjar geta snúið aftur til meginlandsins.

Sunnan borgarinnar Hsinchu (110 km sunnan Taipei) gnæfir fjallið Ljónshöfuð, þar sem aðalmiðstöð Búddatrúarinnar er að finna.  Þar eru fjögur hof og margs konar aukabyggingar.  Munkarnir bjóða gestum gistingu gegn vægu gjaldi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM