San
Marino er meðal fárra smáríkja Evrópu og er hið þriðja stærsta.
Hin eru Vatikanið, Andorra Lichtenstein
og Monaco. Löggjafarvaldið er í höndum 60 meðlima Consiglio Grande
Generale og framkvæmdavaldið í höndum 10 fulltrúa þjóðþingsins.
Skipt er um forystu þessara fulltrúa á sex mánaða fresti
(tveir Capitani reggenti).
Þessi stjórnarskipti fara fram við skrautlega athöfn 1. apríl
og 1. desember ár hvert og þá er upplagt að vera viðstaddur og sjá
miðaldarbúningana, sem fólkið klæðist. |