San Marínó skoðunarvert
Flag of San Marino


SAN MARÍNÓ
Skoðunarverðir staðir

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Í suðvesturhluta bæjarins er borgarhliðið Porta San Fransesco (14.öld) og innan borgarmúranna til hægri er samnefnd kirkja frá sama tíma með gömlum málverkum.  Norðvestan hennar er safn með málverkum, gjaldmiðli og frímerkjum.  Í miðjum gamla bænum er torgið Piazza della Liberta með útsýni yfir suðvesturhlutann.  Norðaustan torgsins er stjórnsýsluhöllin, Palazzo del Governo, í nýgotneskum stíl frá 1894.  Innviðir hennar eru skrautlegir, einkum Stórráðssalurinn, áheyrenda- og atkvæðasalurinn.  Gott útsýni af þaki hallarinnar.  Skammt norðan torgsins er nýklassísk basilika, Basilica di San Marino (1836).  Hún er ríkulega búin að innan og í háaltarinu eru jarðneskar leifar verndardýrlings ríkisins.  Hægra megin kirkjunnar er Kapelle San Pietro.  Sagnir segja, að þar séu grjótflet heilags Marinus og fylginautar hans, San Leo.  Skammt ofan basilíkunnar er veitingastaður með góðu útsýni (Fálkahreiðrið; Nido del Falco).  Frá útsýnispallinum norðaustan torgsins er svifbraut upp á Monte Titano (*Strada Panoramica).  Þar er líka upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Suðaustan basilíkunnar liggur vegur upp að *köstulunum þremur á hæðatoppunum, fyrst að Rocca (Guaita; 11.öld), síðan að Cesta (Fratta; 13.öld), sem er hæstur (745m) með vopnasafni, og síðast að Montale (13.öld).  Við hinn síðastnefnda er heilsubótarstaður.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM