San Marínó,
Flag of San Marino

Meira

SAN MARINO


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

San Marino (61 km²) heitir smáríki í 643 m hæð yfir sjó í austurjaðri Apennínafjalla á Ítlaíu með samnefndri höfuðborg.  Vegalengdin frá Rimini á Adríahafsströndinni er ekki nema 23 km, þannig að þaðan streyma ferðamenn til að skoða þetta fallega svæði í fjöllunum.  Bærinn stendur í hlíðum þriggja hæða með kastölum á toppi og yfir gnæfir Monte Titano (745m).

Þjóðsagan segir að steinsmiðurinn Marinus frá dalmatíska bænum Rab hafi stofnað ríkið árið 301, þegar Dioklesíus ofsótti kristna menn sem mest.  Núverandi lýðveldi var stofnað upp úr klaustri árið 885 og stjórnarskráin, sem gildir nú var innleidd árið 1263.  Urban IV, páfi, viðurkenndi hana 1631.  Frá árinu 1862 hefur ríkið verið undir vernd Ítalíu og haldið sjálfstæði sínu.  Frímerki og mynt ríkisins hefur verið og er mjög eftirsóknarverð meðal safnara.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM