Í
mið- og suðurhlutunum vaxa barrskógar í mýrlendi og þegar furu og
greni sleppir norðar, taka við heiðasvæði og túndrur með
fjalldrapa, beitilyngi, fléttum og skófum.
Langflestir samar hafa tekið sér fasta búsetu og blandast Norðurlandabúum
í nágrannalöndunum en fáir halda áfram að lifa hirðingjalífi.
Hundruð þúsunda hreindýra er beitt í landinu en beitarlandið
hefur minnkað vegna fastrar
búsetu, skógræktar, námuvinnslu, orkuvera og jafnvel iðnaðar. Hreindýrabændur fara óhindrað um landamæri Noregs, Svíþjóðar
og Finnlands. |