Samaland er að mestu norðan heimskautsbaugs og nær yfir norðurhluta
Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og út á Kolaskaga í Rússlandi.
Noregshaf liggur að því vestanverðu, Barentshaf að norðanverðu
og Hvítahaf að austanverðu. Landið er nefnt eftir íbúunum, Sömum, sem hafa lifað í
dreifðum byggðum þess í þúsundir ára.
Það er ekki til sem sjálfstæð eining, heldur hluti af
ofangreindum löndum.
Landslagið
er fjölbreytt. Í norðvestri
eru Kolenfjöll, sem eru rúmlega 2000 m há, Noregsmegin eru sæbrött fjöll,
firðir, skagar og eyjar og Svíþjóðarmegin eru þessi sömu fjöll
aflíðandi niður að hásléttu með ílöngum stöðuvötnum, sem rennur úr til
Botníuflóa. Finnlandsmegin
eru mýrlendi og lítil stöðuvötn.
Norski hlutinn er að mestu berangur með strjálum trjágróðri
í skjóli lægða og innar í landinu. |