Palestína
er landsvæði innan Ísraels og Jórdaníu í Miðjarðarhafsbotnum.
Nafn þessa svæðis hefur lengi verið þversagnakennt hugtak.
Svæðið, sem það nær yfir hefur verið háð stöðugum
breytingum um þriggja teinalda skeið.
Það, eða hluti þess, er líka þekkt undir nafninu Landið
helga, sem er pílagrímastaður gyðinga, kristinna manna og múslima. Á 20. öldinni hefur það verið bitbein Ísraela og þjóðernissinnaðra
araba og deilurnar hafa leitt til langvarandi ofbeldis og blóðugra
styrjalda. Nafn
landsins er dregið af Philistia, hinu
gríska nafni, sem það bar, þegar Grikkir réðu þar smáskika á 12. öld
f.Kr. milli núverandi Tel Aviv og Gaza.
Rómverjar
tóku nafnið upp á 2. öld (Sýrlenzka Palestína), sem náði yfir suðurhluta
skattlandsins Sýrlands. Að
loknum yfirráðum Rómverja var þetta nafn ekki opinberlega viðurkennt en
eftir fyrri heimsstyrjöldina, í lok Ottómanatímans, var það notað um
eitt héraðanna, sem Bretar fengu yfirráð yfir, auk landsins, sem Ísrael
nær yfir nú og Vesturbakkann. Yfirráðasvæði
Breta náði einnig yfir stórt svæði austan árinnar Jórdan, þar sem er
nú Konungsríkið Jórdanía.
Íslendingar urðu fyrst þjóða til að viðurkenna sjálfstæði
Palestínumanna á Alþingi 29. nóvember 2011. Hinn 15. desember
var viðurkenningunni komið opinberlega á framfæri að viðstöddum
utanríkisráðherrum landanna. |