Palestína meira,

LANDIÐ Ferðir Jóhönnu Kristjónsd. um islamska heiminn.  

PALESTÍNA
MEIRA

Map of Israel
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nafnið er enn þá fremur huglægt en raunverulegt, því að landamæri þessa svæðis eru ekki til.  Austurmörk þessa svæðis í hugum fólksins eru einhvers staðar austan árinnar Jórdan og ná stundum að Arabísku eyðimörkinni.  Núverandi mörk Palestínu eru við Jórdaná í austri, landamæri Ísrael og Líbanons í norðri, Miðjarðarhafið  í vestri (Gaza innifalið) og Negev-eyðimörkin í suðri, allt að Aqabaflóa.

Þetta landsvæði er geysilega mikilvægt hernaðarlega séð.  Aðalleiðirnar milli Egyptalands til Sýrlands og milli Miðjarðarhafsins og hæðanna handan Jórdanár liggja up það.  Þróun byggða á svæðinu er að mestu háð möguleikum til vatnsöflunar, en tíðast er skortur á vatni alls staðar.  Úrkoman er mest á svalasta tíma árs og fer minnkandi frá norðri til suðurs og frá ströndinni inn í landið.  Vatnsföll með stöðugu rennsli eru fá og víðast er yfirborð landsins kalksteinn, sem er mjög gropinn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM