Mónakó,

Meira

MÓNAKÓ


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mónakó er dvergríki (furstadæmi), 1,95 km² (195 ha) við Miðjarðarhaf með 16.400 íbúa á hvern km².  Það er í nánum stjórnarsamskiptum við Frakkland.  Íbúarnir njóta skattfrelsis.  Hinir 3.400 ríkisborgarar, sem skráðir eru að auki vegna skatttekna sinna, gefa heldur ekki upp neinar tekjur til skatts.  Monakóbúar hafa unnið land úr greipum Ægis, m.a. ströndina austan Monte Carlo, eða alls u.þ.b. 6,5 ha lands.

Landsvæði Mónakó var byggt fólki á forsögulegum tíma.  Hellar, sem fundust í grennd við haffræðisafnið, sönnuðu það.  Fönikíumenn munu hafa stofnað til fastrar búsetu þar og byggt m.a. hof, sem helgað var aðalgoði (Tyros) höfuðborgar þeirra, Melkart.  Grikkir tóku hann síðar í guðatölu sína sem Herkules.  Þess vegna nefndu Rómverjar Mónakó Portis Herculis Monoeci, sem leiddi síðar til nafns furstadæmisins.  Júlíus Sesar fór frá þessari höfn til að jafna um Pompejus.  Mónakó varð fyrir barðinu á ræningjum, jafnvel gotum, langbörðum og sarasenum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM