Mónakó meira,


MÓNAKÓ
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráð og ræðismenn

Booking.com

Árið 1162 varð Mónakó að léni frá siglingaveldinu Genúa, sem innlimaði það síðan 1191 og lét byggja virki þar 1215.  Um sama leyti ákvað Francesco Grimaldi, kallaður Malizia, sem var af einni hinna útskúfu aðalsætta Genúa, að ná Mónakó.  Ásamt vopnabræðrum sínum, dulbúnum sem Fransiskanamunkar, tókst honum að komast inn í virkið, en tókst ekki að taka það.  Þessi atburður er enn þá sýnilegur í skjaldarmerki Grimaldiættarinnar (elzta ríkjandi ætt Evrópu), þar sem munkar bregða bröndum.  Grimaldiættin náði síðan völdum í Villeneuve, Vence og

Anjou (Rainier I, 1267-1314), sem greifinn í Provence, Karl II, lét henni eftir.  Grimaldiættin notfærði sér þessa aðstöðu til að komast yfir Mónakó og náði þá líka yfirráðum í Roguebrune og Menton.

Á dögum Lúðvíks 13. varð Mónakó að frönsku verndarsvæði.  Á ýmsu gekk fram til 1814, þegar Grimaldum tókst að fá sjálfstæði Mónakó viðurkennt.  Ríkið varð gjaldþrota undir Karli III, sem ákvað að finna lausn með stofnun spilavíta í stað þess að skattpína þegnana.  Árið 1861 var 'Société des Bain de Mer' stofnað til að stjórna spilavítunum auk gerðar íþrótta- og strandaðstöðu.  Fjár-hagurinn batnaði strax mjög.  Monte Carlo varð að heimsborg fjárhættuspilara og íbúafjöldinn jókst.  Síðar ákvað Karl III, að ríkið yrði skattfrjálst vegna nægra tekna af framangreindu fyrirtæki.  Albert I var mikill vísindamaður í haffræði og studdi þá grein af beztu getu.  Hann dó árið 1922 og sonur hans, Lúðvík II tók við.  Hann lét endurskipuleggja strandgötuna.  Er hann dó 1949, tók barnabarn hans, Rainier III við.  Hann kvæntist Grace Kelly árið 1956.

Skattfrelsið í Mónakó hefur m.a. valdið mikilli eftirspurn eftir fasteignum og lóðum, einkum sækjast erlend fyrirtæki eftir þeim.  Þetta gekk svo langt, að franska ríkið þóttist þurfa að vernda hagsmuni sína og gerði samning við Mónakó, sem dró úr möguleikum franskra fyrirtækja til fjárfestinga í Mónakó.

Árlegir viðburðir
Allt frá Jóhannesargleði (þjóðsöngvar) til galakvölda (góðgerðastarfsemi).  Monte Carlo-rallið, sem hófst árið 1911 og endar eftir erfiða keppni í borginni.  Grand-Prix keppnin var fyrst haldin árið 1929 á brautum í Mónakó.  Hallarhljómleikar, flugeldasýningar, ballethátíðir og alþjóðlegar listahátíðir.  Á veturna er mikið um alls konar hljómleika, leiksýningar og dansleiki.

Mikið er um alls konar ráðstefnur og haffræðingar sækja mikið rannsóknarstarfa í Haffræðistofnuninni.  Ferðaþjónustan er orðin helzti burðarás greifadæmisins.

SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR
Suðrænn grasagarður.  Mikið um kaktusa (súlukaktus, cereus o.fl. teg.).
Dropasteinahellar (558 þrep).  Hálftíma skoðunarferð.  Kalksteinn frá ofanverðum júratíma.  Mannabústaðir á frumsteinöld fyrir allt að 200.000 árum.  Dropasteinar vaxa mjög hægt, u.þ.b. 5 sm á öld.
Fornleifasafnið.  Rómverskar minjar, forsögulegar minjar frá Menton (Observatoirehellir sýnir negride eftir Grimaldi), hauskúpa og bein Cro-Magnon-mannsins.
Sjóminja- og sædýrasafn, sem Albert I stofnaði árið 1910.
St. Martin-garðurinn.  Afrískur gróður.
Furstahöllin, Napóleonsafnið (rúmlega 1000 gripir).
Spilavítið.  Réttur klæðnaður.  Mjög gott útsýni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM