mexíkóborg sagan,


MEXÍKÓBORG
SAGAN

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Saga landsvćđis Mexíkóborgar fyrir daga Spánverja byggist á aztekum, sem töluđu tungumáliđ náhuatl.  Ţeir stofnuđu borgina Tenochtitlán á mýrlendri eyju í vatninu Texcoco áriđ 1325.  Ađrir ćttbálkar indíána stofnuđu sín borgríki á svćđinu (Tenayuca, Texcoco, Chalco, Tlatelolco, Coyoacán, Tlacpán, Atzcapotzalco, Xochimilco og Culhuacán).  Ţrjár stórar vegstíflur tengdu eyríkiđ meginlandinu og um ţađ lá fjöldi skurđa.  Miđsvćđis var ađalpýramídinn, hof, sem var helgađ stríđs- og sólguđnum Huitzilopochtli og regnguđnum Tláloc.  Öđrum guđum var fundinn stađur á hátíđasvćđinu innan „Slöngumúrsins” (Coatepantli).  Ţar voru m.a. hof guđanna Tezcatlipoca, Xochiquetzal, Quetzalcóatl og Chicomecoátl.  Rústir ţessara hofa liggja undir núverandi Stjórnarskrártorgi og nánasta umhverfi ţess.  Hluti rústanna var grafinn upp.  Umhverfis hátíđasvćđiđ voru konungshallir, íbúđahverfi, markađir og minni hofsvćđi.

Eldri borgin Tlatelolco (Rivalin), sem varđ síđar sambandsríki Tenochtitlán, var prýdd pýramída (líkum Tenayuca).  Ţar fundust hof guđanna Tláloc og Quetzalcóatl.  Borgin var mikilvćgasti markađur aztekaríkisins.  Tlatelolco er nú undir markađnum La Lagunilla, kirkjunni Santiago, utanríkisráđuneytinu og nútímalegum íbúđablokkum.  Á Ţrímenningartorginu voru nokkrar rústir grafnar upp.  Viđ jađra ţessara tveggja borga voru fljótandi rćktunarsvćđi (chinampas).  Svćđi, sem voru notuđ á svipađan hátt er enn ţá ađ finna í Xochimilco-flotgörđunum og á vötnunum Chalco í suđurhlutanum landsins og Xaltocán og Tzompanco (Zumpango) í norđurhlutanum.

Hinn 8. nóvember 1519 steig Hernán Cortés međ fámennu liđi sínu og fjöldamörgum bandamönnum af ćttbálki tlaxcalteka fyrst fćti á yfirráđasvćđi azteka.  Ţá bjuggu 200.000-300.000 manns ţarna á 12-15 ferkílómetra svćđi.  Borgin hefur ţá veriđ hin ţriđja stćrsta í heimi eftir London og Peking.  Eftir handtöku og líflát konungs azteka, Moctezuma II, Xocoyotzín, í höll hans hröktu aztekar undir forystu Cuitlánuac (Náhuatl:  „verndari ríkisins”) Cortés og liđ hans brott úr borginni.  Spánverjar kölluđu flóttanóttina 30. júní 1520 „sorgarnóttina”.  Ţá misstu ţeir rúmlega helming liđs síns og allt herfangiđ.  Eftir endurskipulagningu hersins og smíđi 13 herskipa, sem lögđu strandsvćđin undir sig, hófst umsátriđ um Tenochtitlán í maí 1521.  Ţví lauk međ algerri eyđingu borgarinnar, sem Spánverjar lögđu undir sig 13. ágúst 1521.

Uppbygging spćnsku borgarinnar hófst strax áriđ eftir á rústum Tenochtitlán og nefndu hana Méjico.  Hún fékk skjaldarmerki áriđ 1523.  Fransiskusmunkar stofnuđu skólann „Colegio de Santa Cruz” í Santiago Tlatelolco fyrir börn ađalsmanna azteka áriđ 1535.  Sama ár var varakonungur skipađur í ríkinu Nýja-Spáni og stjórnsetur ţess var núverandi Mexíkóborg.  Áriđ 1537 var íbúafjöldinn orđinn 100.000 indíánar og 2000 Spánverjar.  Áriđ 1546 varđ borgin setur erkibiskupsins Juan de Zumárraga.  Áriđ 1551 var fyrsti háskólinn á amerísku landi stofnađur í borginni.  Fjöldi bygginga brann í uppreisnum indíána áriđ 1692.  Ţeirra á međal var höll varakonungsins, sem hýsti einnig Cortés á sínum tíma.  Sjálfstćđissinnum (1810-1821) tókst lengi vel ekki ađ hrekja konungssinna frá Mexíkóborg.  Ţegar Augustín de Iturbide léđi ţeim liđ, tókst ţađ áriđ 1821.

Ađ loknu keisaraveldi Iburbides kom til langvarandi átaka milli frjálslyndra og íhaldsmanna.  Ţá börđust einnig fylgjendur miđstýringar og sambandsríkja.  Í stríđinu viđ Bandaríkin 1846-1848 var borgin hersetin.  Áriđ 1863 unnu franskar herdeildir borgina og austurríski erkihertoginn Maximilian gerđist keisari á árunum 1864-1867.  Ađalskrautgata borgarinnar, Paseo de la Reforma var gerđ á hans tíma og hún stendur enn ţá undir nafni sem ađalbreiđgatan.  Eftir ađ franskur árásarher var hrakinn brott og Maximilian var skotinn í Querétaro, snéri Benito Juárez forseti heim úr útlegđ.  Undir stjórn einrćđisherrans Porfirio Diaz (1876-1911) tók borgin á sig erlendan svip, einkum franskan, og mikil umsvif voru í byggingariđnađnum.  Í kjölfariđ varđ borgin vígvöllur uppreisnarmannanna Francisco Madero, Victiriano Huerta, Álvaro Obregón, Francisco 'Pancho' Villa og Emiliano Zapata.  Ađ ţessu blóđbađi loknu hélt ţróun borgarinnar áfram og áriđ 1930 náđi íbúafjöldinn einni milljón.

Nútímavćđing borgarinnar hófst ekki fyrr en í annari heimsstyrjöldinni og íbúarnir upplifđu sína iđnbyltingu samtímis, líkt og Íslendingar.  Ţá hófst flóttinn úr strjálbýlinu, sem hefur ekki linnt síđan.  Helmingur alls iđnađar landsins er í borginni og ţar eru einnig ađalstöđvar helmings viđskiptalífsins.  Sumarólympíuleikarnir voru haldnir ţar í október 1968.  Skömmu áđur voru 250 mótmćlendur drepnir á Ţrímenningartorginu.  Jarđskjálftinn 19. september 1985 banađi 10.000 manns, 100.000 urđu heimilislausir og eyđileggingin var gríđarleg.  Steyptar byggingar stóđust hann ekki og hrundu.  Borgarmyndin hefur ţví breytzt mikiđ í kjölfariđ.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM