Malakka Malasía,
[Malaysia]


 MALAKKA
(Malacca, Melaka)
MALASÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nálægt 110 km sunnan Kuala Lumpur og 40 km suðvestan Seremban er hinn vinsæli sjó-baðstaður Port Dickinson.  Strendurnar og hótelin teygjast suður frá bænum.  Nokkra km frá ströndinni rekst maður á Lukut-virkið.

*Útsýnið yfir Malakkasundið til Súmötru (Indónesía) frá Kap Rachado, 25 km sunnan Port Dickinson, er frábært.

Malakka (100.000 íb.) er beztvarðveitta, sögulega borgin í Malasíu.  Hún er rúmlega 150 km sunnan Kuala Lumpur.  Fyrst komu Portúgalar sér þar fyrir, síðan Hollendingar og loks Eng-lendingar og allar þjóðirnar settu svip sinn á byggðina.  Núna verður ímyndunaraflið að hjálpa gestum borgarinnar við að gera sér grein fyrir iðandi mannlífinu, athafnaseminni og heimsborgarbragnum, sem einkenndi  staðinn á blómaskeiði nýlendutímanna.  Líklega mun Malakka vakna af Þyrnirósarsvefni sínum, þegar iðnvæðingin hefur þróast lengur og búið verður að byggja stærstu olíuhreinsunarstöð landsins í grennd við borgina.

Portúgalar byggðu stórt virki í bænum, sem ekkert stendur eftir af annað en hliðið *Porta de Santiago.  Frá því liggja tröppur upp á Residency Hill, þar sem eru rústir St. Paul's kirkjunnar, sem Portúgalar byggðu árið 1521.  Hún er elzta mannvirki, sem Evrópubúar reistu í þessum heimshluta.  Athyglisverðir legsteinar í kirkjugarðinum.

Eitt fegursta, hollenzka mannvirki í Malasíu er *Kristkirkjan, sem byggð var árið 1753 úr rauðbrúnum múrsteinum, kjölfestu hollenzku skipanna.

Ófjarri henni er Stadthuys (ráðhúsið; byggt 1641-1660), sem er líka meðal allraelztu hollenzku bygginga í Austurlöndum fjær.  Húsið er enn þá stjórnsýslusetur.

Borgarsafnið er í fallegu, 300 ára gömlu hollenzku húsi.  Þar eru til sýnis gömul klæði, vopn, mynt og aðrir munir, sem gefa góða mynd af fortíðinni.

Fari maður um brúna yfir Malakkaána rétt hjá safninu tekur Kínahverfið við.  Þar eru nokkur tveggja alda gömul hús til að dást að.  Sum þeirra eru ríkulega skreytt, s.s. *Cheng-Hoon-Teng-hofið við Temple Street, sem er ekki einungis hið elzta, heldur íburðarmesta, kínverska hofið í Malasíu.  Aðalsalur þess er frá 1704.  *Tranquera-moskan við strandgötuna til norðvesturs er ekki síður athyglisverð.

*Kínverski kirkjugarðurinn (Bukit China) í austanverðri borginni er hinn stærsti sinnar teg-undar utan Kína.  Þar eru grafir allt frá Ming-skeiðinu.

St. Peter, kirkja og trúboðsstöð Portúgala frá 1710 í norðanverðum bænum við Jalan Pengkalan Rama.

Frá virkinu St. John í austanverðri borginni er ágætisútsýni yfir borgina og umhverfið.

Frá Malakka liggur vesturstrandarvegurinn áfram til suðausturs um kókospálmaekrur.  Á þessari leið eru mörg falleg malæísk staurahús úr timbri.  Þegar bæirnir Muar (40 km frá Malakka) og Batu Pahat (100 km frá Malakka) eru að baki er borgin Johor Bahru fyrir stafni (220 km frá M).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM