Íbúafjöldi
u.þ.b. 1,5 milljónir, 2 milljónir
með útborgum. K.L.
þýðir „Leðjuós". Höfuðborg
Malaysiu. Stendur við ármót
Gombak og Gelang. Kínverskir
tinleitarmenn stofnuðu fyrstu byggð þar 1857.
Borgin er í hæðóttu landslagi.
Borgin er forvitnileg blanda gamla og nýja tímans og þar er fjöldi
grænna svæða milli hverfa, sem eru flest nýtízkuleg og fremur óspennandi.
Það er auðvelt að villast í K.L., þar sem hún hefur stækkað
geysilega án nokkurs skipulags sl. 25-30 ár.
Umferðaröngþveiti ríkir, einkum vegna getuleysis við
gatnagerð og skipulagsleysis.
Borgin
skiptist í mörg hverfi og má þar nefna Kínahverfið með þröngum
götum og indverska hverfið. Þjóðarmoskuna
prýðir 73 m há mínaretta og 48 litlir kúplar.
Masjid Jame moskan við ármótin var byggð árið 1909 í arabískum
stíl. Aðalbrautarstöðin
og ráðhúsið eru byggð í mongúlstíl.
Í lake Garden og Bukit Nias eru leifar frumskóga.
Á kvöld- (hvert kvöld við Jalan Pertaling) og sunnudagsmörkuðum
er iðandi mannlíf af mörgum þjóðernum.
Í Putra World Trade Centre (opnað 1985) er ein stærsta sýningaraðstaða
í Sa-Asíu. |