SAGAN
Kólumbus
skírði eyjuna, sem hann fann árið 1493, eftir fjalllendinu norðvestan
Barcelona. Á fyrri hluta
17.aldar komu katólikkar, sem Cromwell rak frá Englandi, til
eyjarinnar og enn þá er spor þeirra að finna í staðarnöfnum.
Eftir að Frakkar og Bretar höfðu barizt í rúma öld um
yfir-ráðin, féll hún til Breta í Versalasamningunum árið 1783.
Á árunum milli 1871 til 1956 var hún hluti af Brezku-Hléeyjum
og árin 1958 til 1962 var hún í Vestur-Indíabandalaginu.
Árið 1967 varð hún að brezkri krúnunýlendu með heimastjórn,
sem landstjóri brezku krúnunnar stýrir.
Árið
1965 varð flugslys við Chances Peak og fjöldi manns fórst.
Undanfarin ár hafa margir þekktir
tónlistarmenn komið til eyjarinnar til að hljóðrita tónlist sína
(Elton John, Stevie Wonder, Boney M. o.fl.).
Rúmlega
90% íbúanna eru negrar og múlattar.
Líkt og hvíti minnihlutinn eru þeir í meþódista-, katólsku-
eða anglíkönsku kirkjunum. Fólksfækkun varð á eyjunni á árabilinu 1939 til 1971.
Margir urðu að flytja brott vegna samdráttar í efnahagslífinu.
Hin
síðari ár hefur tekizt að koma efnahagslífinu í gang á ný með
uppbyggingu lítilla iðn-fyrirtækja (gerviefni, vefnaður, elektróník)
og stofnunar iðnskóla. Byggingariðnaður
hefur lifnað við í tengslum við ferðaþjónustuna, sem vex fiskur
um hrygg. Margir eftirlaunþegar
koma til sumardvalar frá Norður-Ameríku nú.
Aðeins lítill hluti ræktanlegs lands er nýttur til ræktunar
græn-metis, ávaxta (líka ananas) og jarðhnetna.
Lögð er áherzla á aukna ræktun fyrir innanlandsmarkað til að
spara gjaldeyri. Á 60 ha svæði er ræktuð hin verðmæta eyjabaðmull, sem
síðan er unnin í nýtízkuverksmiðju. |