Höfuðborgin
(3.000 íb.) er hlémegin á eyjunni suðvestanverðri. Gamli miðbærinn er í georgískum stíl og mörg húsanna
voru byggð úr kjölfestugrjóti frá Dorchester í S.-Englandi. Við höfnina stendur hið gamla pósthús og ríkissjóðshús.
Þar eru gefin út frímerki, sem koma blóði allra sannra frímerkjasafnara
á hreyfingu. Við hliðina
er stríðsminnismerkið með fallegum, litlum klukkuturni.
Skammt fyrir ofan, við Þingstræti (Parliament Street) er dómshúsið
frá 18.öld og meþódistakirkjan (19.öld).
Við suðurenda götunnar er markaðurinn, sem er opinn á
laugardögum. Rétt hjá
honum er miðstöð heimilisiðnaðarins.
Katólska kirkjan (18.öld) og katólski skólinn eru í austurjaðri
bæjarins.
*Rendezvous
Bay
er norðvestast á eyjunni. Þar
er eina ljósa baðströnd eyjarinnar og þangað kemst enginn nema frá
sjó.
*Stóri
Alpafoss (Great Alp Fall). U.þ.b. 4
km sunnan Plymouth er þorpið Morris.
Þaðan er haldið inn í djúpan Hvítárdal (White River
Valley) og upp á við að fossinum, sem steypist fram af 22 m hárrí
brún niður í fallegan hyl. |