Karíbahaf Bonaire meira,

Booking.com

KRALENDIJK

BONAIRE
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Náttúrufar.  Bonaire, sem kunn er meðal áhugafólks um köfun og fuglaskoðara, er 45 km austan Curaçao á 12°09'N og 68°17'V undan strönd Suður-Ameríku.  Jarðvegur eyjarinnar, sem er hæðótt nyrzt en flatlend að sunnanverðu, er svo þurr, að sums staðar eru hálfgerðar eyðimerkur.  Eins og Curaçao og Aruba er Bonaire aðskilið framhald af venezuelsku eyjakeðjunni, sem liggur austar, og fyrrum stóð eyjan lægra, þannig að kóralrif mynduðust, þar sem nú er þurrlendi.  Meðalhitinn í janúar og febrúar er 24°C en 31°C í september.  Meðalársúrkoma er 500 mm, mest frá oktober til desember.  Margar tegundir kaktusa vaxa á eyjunni auk fleiri plantna, sem þola þetta þurra loftslag.  Sjávarsalt hefur lengi verið unnið á Bonaire, en dregið hefur úr þeirri vinnslu.  Eyjan liggur utan farvega fellibylja.

Sagan.  Arawakar bjuggu á Bonaire árið 1499, þegar Amerigo Vespucci kom siglandi.  Spánverjar hófu kvikfjárrækt í smáum stíl og saltvinnslu í pönnum.  Á 17.öld komu Hollendingar og gerðu eyjuna að einni aðalmiðstöð þrælaverzlunar.  Í upphafi 19.aldar réðu Englendingar henni um tíma en Hollendingar komu aftur til skjalanna árið 1815.  Þrælahaldið var afnumið 1863 og landinu skipt niður milli sjálfseignarbænda.  Í seinni heimsstyrjöldinni var þýzkum föngum komið fyrir á Bonaire  Ferðaþjónusta hófst ekki fyrr en á sjötta og sjöunda áratugnum, þegar gestir á eyjunni og eyjar-skeggjar sjálfir fóru að gera sér grein fyrir hinu fjölskrúðuga fuglalífi og ósnortnum kóralrifjum á hafsbotni.

Íbúarnir og atvinnulífið.  Íbúarnir 11.000 eru flestir afkomendur afrískra þræla, nokkrir eru með indíánablóð í æðum og hvítt fólk er í miklum minnihluta.  Fyrrum var salt- og olíuvinnsla aðalatvinnugreinin, líkt og á Aruba og Curaçao, en ferðaþjónustan verður stöðugt veigameiri.  Mikilvægir vinnuveitendur eru Antilles International Salt Co N.V., Bonaire Petroleum Corporation (aðstaða fyrir risaolíuskip) auk útvarpsstöðvanna tveggja, 'Trans World Radio (rekin af fólki, sem aðhyllist mótmælendatrú;  einn öflugasti sendir í heimi) og 'Radio Nederland Wereldomroep' (Dutch World Radio).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM