Karíbahaf Bonaire Kralendijk,

Booking.com


KRALENDIJK
BONAIRE

.

.

Utanríkisrnt.

Höfuðstaður eyjarinnar er við sjávarmál.  Nafnið þýðir Kóralladíki.  Þetta er bær á stærð við Akranes.  Hann er á vesturströndinni, hlémegin á eyjunni, prýddur vinalegum, pastellituðum nýlenduhúsum.  Strandgatan er sérstaklega falleg.  Aðalverzlunargatan er Breedestraat.  Þar er fjöldi verzlana, sem falbjóða ýmsan lúxusvarning á mjög hagstæðu verði.  Gamla virkið með fallstykkjunum er skoðunarvert.  Fiskmarkaðurinn er svolítið skrítinn, en þar ríkir fjölskrúðugt líf á hverjum morgni.  Í þjóðminjasafninu er margt athyglisvert úr sögu eyjarinnar.  Austan bæjarins er *Cocoolishisýningin (þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 - 12:30; aðgangseyrir), sem er skoðunar virði.  Þetta er einkasafn með u.þ.b. 200 tegunda kuðunga og skelja, sem finnast á sjávarbotni umhverfis eyjuna.

Ferð frá Kralendijk til Rincón (hringferð 57 km).
Ferð frá Kralendijk til Pekelmeer (hringferð 31 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM