Brandon
er borg í Suðvestur-Manitoba í Kanada við Assiniboineána.
Hún er næststærsta borg fylkisins og miðstöð viðskipta og
flutninga í miklu hveitiræktarhéraði.
Meðal helztu framleiðsluvara hennnar eru vefnaðarvörur, olíuvörur,
rafmagnsvörur, vélbúnaður og efnavörur.
Háskóli borgarinnar, sem var stofnaður 1899, og miðskólinn
eru meðal aðalmenntastofnana hennar.
Borgin heitir eftir Hudsonflóafyrirtækinu Brandon House, sem
annaðist verzlun og viðskipti frá árinu 1793.
Brandon fékk borgarréttindi árið 1882.
Íbúafjöldinn 1986 var 38.708 og 38.567 árið 1991. |