Finnland meira,
Finland Flag

SAGAN

FINNLAND
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Finnar hafa ekkert opinbert tungumál, þótt finnskan sé ráðandi (finnska 93%, sænska 5,7% og önnur mál 1,4%).  Þeir hafa enga þjóðkirkju.  Gjaldmiðillinn heitir mark og penniä.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 5,2 milljónir.  Heildarflatarmál landsins er 338.145 km² (Álandseyjar þar af 1528 km²) og íbúadreifingin er u.þ.b. 44 á km² (65% í borgum og 35% í dreifbýli; 48,7% karlar og 51,3% konur).  Aldursdreifing:  Yngri en 15 ára 19%, 15-74 ára 75% og eldri en 75 ára 6%.  Trúarbrögð:  85,6% lútersk, rétttrúnaðarkirkjan 1,1%, utan trúfélaga 12,3% og aðrir 1%.

Aðalborgir eru Helsinki (533 þús.; heild 875 þús.), Espoo (197 þús.), Tampere (187 þús.), Vantaa (169 þús.), Turku (167 þús.) og Oulu (112 þús.).  Fæðingatíðni er 11,8 (í hjónabandi 67% og utan hjónabands 33%).  Dánartíðni er 9,6%.  Íbúafjölgun 2,2 (heimsmeðaltal er 15,7 á 1000 íbúa).Frjósemi er 1,7.  Hjónabönd 4,6 á 1000 íbúa og skilnaðir 2,7.  Lífslíkur eru 72,8 ár fyrir karla og 80,2 ár fyrir konur sé miðað við fæðingu.  Her Finna telur u.þ.b. 33 þúsund manns.  Kostnaður við herinn nemur u.þ.b. 2,1% af heildarþjóðarframleiðslu.

Landið er vaxið miklum skógi, státar af u.þ.b. 55.000 stöðuvötnum og víðlendum mýrarsvæðum.  Úr lofti líkist landið flóknu, bláu og grænu púsluspili.  Undantekningin er norðvesturhlutinn.  Berggrunnur landsins er aðallega jökulslípað granít frá forkambíum (3800-540 milljón ára).  Landið er láglent sunnantil en hækkar um miðjuna og til norðausturs.  Norðvestast, við landamæri Svíþjóðar og Noregs, er fjalllendi, þar sem Haltiafjall rís hæst (1328m).  Vogskorin strandlengja landsins er u.þ.b. 4600 km löng og úti fyrir henni eru þúsundir eyja.  Mestur fjöldi þeirra er suðvestast, s.s. Turun (Turku) eyjaklasinn, sem tengist Álandseyjum í vestri.  Syðstu eyjarnar í Finnskaflóa eru að mestu láglendar en vestar rísa eyjarnar í yfir 100 m hæð.  Ísaldarjöklarnir skópu landslag Finnlands, s.s. hlykkjótta hæðahryggi, sem eru gamlar jökulöldur með norðvestur-suðausturstefnu.  Stærstar þeirra eru Salpausselka, þrír samhliða hryggir, sem liggja í boga um sunnanvert landið.  Þungi ísaldarjökulsins, sem var stundum nokkurra kílómetra þykkur, þrýsti jarðskorpunni niður svo nam hundruðum metra.  Síðan jökullinn hvarf hefur landið verið að rísa og rís enn þá, þannig að sjávarbotn verður að þurru landi.  Þetta ris er talið nema rétt tæpum sentimetra á ári á þröngu svæði í Botníuflóa.

Stöðuvötnin nema u.þ.b. 10% af heildarflatarmáli landsins.  Tíu þeirra eru stærri en 260 km².  Hið stærsta þeirra er Saimaa, 4403 km², í suðausturhlutanum.  Mörg önnur stór vötn eru í grennd við það, s.s. Päijänne og Pielinen, en Oulu er nærri Kajaani í miðhlutanum.  Inarivatn er nyrzt.  Flest vötnin eru grunn, aðeins þrjú eru dýpri en 100 m og þau eru tengd með vatnakerfum margra straumvatna.  Vuoksiáin rennur úr Saimaa í Ladogavatn í Rússlandi og árnar, sem renna frá vötnunum austurhálendisins, enda í Hvítahafi.  Nyrzt stemma árnar að ósi í Íshafinu en annars staðar í landinu í Botníu- og Finnskaflóa.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM