Finnland sagan,
Finland Flag


FINNLAND
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Finnar komu úr austri í nánd við upphaf tímatals okkar.  Þeir komu líka úr suðri yfir Eystrasaltið inn á þau landsvæði, sem eru byggð nú.  Aðalatvinnuvegir þeirra voru ræktun lands og gripabúskapur fyrstu teinöldina.  Þeir settust í fyrstu að við ströndina en þegar aðsóknin jókst tóku þeir sér búsetu meðfram ánum og vötnum landsins.

6.-10 öld  Þjóðernisþróunin.  Í suðvesturhluta landsins bjuggu hinir eiginlegu Finnar, í suðurhlutanum hemenar eða Tavastlendingar og í austurhlutanum karelar.  Skinnaverzlunin yfir hafið til vesturs og suðurs færði þessum þjóðflokkum talsverða velmegun og það þróaðist stórbændastétt án ríkismyndunar.

9.-13. öld  Svíar náðu yfirráðum í Finnlandi og breiddu út kristna trú, sem íbúar suðvesturhlutans beygðu sig undir í kringum árið 1000.  Á tímum hinna svonefndu krossferða Svía, 1154, 1249 og 1293, juku þeir veldi sitt og náðu til Mið-Finnlands, þar sem áhrif Nowgorods enduðu.  Katólskan náði þangað en austar réði rétttrúnaðarkirkjan ríkjum.  Katólskir biskupar urðu höfðingjar á sínum svæðum.

1323  Friðarsamningar milli Nowgorod og sænska hluta Finnlands skiptu Karelíu í tvennt.

14. öld  Finnland varð að sænsku héraði.

1362  Finnar fengu kosningarétt í konungskosningum og sendu fulltrúa á sænska þingið.  Svíar beittu Finna ekki kúgun á meðan á yfirráðum þeirra stóð en þeir létu þróunina óáreitta og reyndu ekki að efla og styrkja Finna.  Sænska var ríkis- og menntamál Finnlands.
Rússar gerðu ítrekaðar árásir á Finnland og lögðu mörg svæði í eyði.  Þetta stríðsástand olli líka tjóni í viðskiptum hafnarbæja við Hansakaupmenn.

1523  Siðbótin.  Mikael Agricola (1548) lét þýða nýja testamentið og skapaði þar með grunninn að finnsku ritmáli.  Upphaf lýðskóla.

1596-97  Svonefnt kylfustríð milli bænda og aðals.  Bænduppreisnin var bæld niður með mikilli hörku.

1611-32  Gústaf II Adolf konungur.  Stríð við Rússa 1611-17.  Landvinningar við Ladogavatn.  Finnskar herdeildir tóku þátt í þrjátíu ára stríðinu í Þýzkalandi.

1637-40 og 48-54  Per Brahe greifi ríkisstjóri í Finnlandi.  Háskóli stofnaður 1640 í Åbo (Turku), þá höfuðborg landsins. Sænska notuð við kennslu.

1696-97  Hungursneyð og pestir drápu u.þ.b. 100 þúsund manns.

1700-1809  Svíar og Rússar í stríði, sem olli mikilli eyðileggingu í Finnlandi.  Upp komu hugmyndir um aðskilnað frá Svíum, sem ekkert varð úr, þrátt fyrir Anjalasambandið 1788-90.  Árið 1808 náðu Rússar öllu Finnlandi undir sig.

Finnland hluti af Rússlandi.
1809  Finnland varð að stórhertogadæmi í Rússlandi.  Alexander I, keisari, lofaði Finnum á þinginu í Borgå (Porvoo), að þeir héldu réttindum sínum og var hylltur sem stórhertogi landsins.  Svíþjóð afsalaði sér Finnlandi og Álandseyjum í friðarsamningunum í Fredrikshamn (Hamina; 17.09.1809).

Árin 1721 og 1743 gerðust nokkrir hlutar Finnlands sjálfstæðir, s.s. Viborg/Viipuri.  Þeir sameinuðust Finnlandi aftur á þessu tímabili.  Helsingfors (Helsinki) varð höfuðborg landsins.

1835 gaf Elias Lönnrot út þjóðsöguljóðin Kalevala.

1880-1912  Rússar seildust æ lengra í stjórn landsins og virtu ekki fyrri samninga og loforð.  Árið 1891 tóku þeir post, toll og gjaldeyrismál í sínar hendur og árið 1892 var stofnað biskupsdæmi réttrúaðra í Viborg.  Árið 1900 varð rússneska opinbert tungumál.  Árið 1903 var finnski herinn leystur upp.  Árið 1912 fengu Rússar sömu réttindi og Finnar í eigin landi.

Finnland sjálfstætt lýðveldi.
1917  Hinn 6. desember lýstu Finnar yfir sjálfstæði sínu.  P.E. Svinhufvud varð forsætisráðherra.

1918  Frelsisstríðið.  Finnskir kommúnistar og rússneskir bolsévíkar lögðu Helsinki undir sig og héldu áfram inn í landið.  Her sjálfboðaliða undir stjórn C.G. von Mannerheim (1867-1951) með stuðningi þýzkra herdeilda undir stjórn Rüudiger von der Goltz, greifa og hershöfðingja, sigruðu þá í Suður-Finnlandi í apríl og maí.  Mannerheim hershöfðingi varð ríkisstjóri.

1919  Lýðræðisleg stjórnarskrá.  K.J. Ståhlberg varð fyrsti forseti lýðveldisins.

1920  Dorpatfriðarsamningarnir.  Finnland sjálfstætt ríki og fékk Petsamosvæðið við Norðuríshaf.

1919-21  Álandseyingar vildu tilheyra Svíþjóð en finnska þingið gerði tilkall til þeirra.  Þeir fengu eigið þing og leystu upp her sinn.

1922  Endurbótalöggjöf um landbúnaðarmál.

1930-38  Finnar forðuðust afskipti af utanríkisstefnu Rússa og Þjóðverja.

1939-46  Vetrarstríðið gegn Rússum, sem komu upp herstöðvum í suðurhluta landsins.  Rússar sögðu upp gagnkvæmum samningi frá 1932 um að ríkin réðust ekki hvort á annað.  Stríðið hófst í lok nóvermber 1939.
Finnar urðu að láta Rússum eftir allstór svæði í friðarsamningum í Moskvu, þ.á.m. hluta af Kirjala með Viborg og Hanko var leigð Rússum.

1941-44  Ný styrjöld við Rússa.  Við vopnahléssamninga töpuðu Finnar Petsamo og Porkkala var leigð Rússum í stað Hanko.  Tæplega hálf milljón Finna flutti búferlum.

1944-46  Mannerheim marskálkur varð forseti lýðveldisins.

1946-56  J.K. Paasikivi forseti.  Borgaraleg ríkisstjórn.

1947  Vopnahléssamningarnir staðfestir í friðarsamningum í París.

1948  Vináttusamningur til tíu ára við Sovétríkin.

1955  Aðild að Norðurlandaráði og NATO.

1956  Rússar afsöluðu sér Porkkala til Finna.  U.K. Kekkonen forseti.

1958  Norræna vegabréfa- og tollasambandið.

1961  Aðild að EFTA.

1970  Vináttusamningur við Sovétríkin framlengdur til 20 ára.

1973  Tekin upp stjórnmálasamskipti við Austur-Þýzkaland.  Fríverzlunarsamningur við Evrópska efnahagsbandalagið.

1975  Helsinkisamningar um öryggi og samvinnu í Evrópu (ÖSE).

1978  Ný ríkisstjórn krata, miðflokksins og frjálslyndra.

1979  Þingkosningar í marz.  Nýja ríkisstjórnin krata, kommúnista, bændaflokks og sænska þjóðarflokksins.

1980  Sveitarstjórnarkosningar í oktober.

1981  Samningur um félagsmálapakka kom í veg fyrir stjórnmálakreppu í apríl.  Urho Kaleva Kekkonen sagði af sér sem forseti af heilsufarsástæðum, þegar hann var 81 árs.  Formaður krataflokksins, Mauno Koivisto skipaður forseti fram að kosningum í janúar.

1982  Koivisto kosinn forseti.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM