Íbúarnir.
Allflestir
íbúanna, sem eru af „hreinum” stofni, telja sig kelta.
Íbúar aðalborganna eru blandaðir, líkt og í öðrum brezkum
borgum.
Á sögulegum tímum hafa keltar blandast Rómverjum, engilsöxum,
norrænum mönnum, Englendingum og fólki víðar að úr Brezka
samveldinu.
Heildaríbúafjöldinn var u.þ.b. 2,9 milljónir árið 1993 eða
u.þ.b. 140 manns á hvern ferkílómetra.
Nærri þrír-fjórðuhlutar hans eru á iðnaðarsvæðum suðurhlutans,
í Mið-, Suður- og Vestur-Glamorgan og Gwent, þar sem bjuggu á
bilinu 327-993 á hverjum ferkílómetra.
Í Gwynedd, í norðvesturhlutanum, og Dyfed, í suðvesturhlutanum,
bjuggu einungis 62 á hverjum ferkílómetra.
Helztu
borgir.
Höfuðborgin
er Cardiff.
Hún er aðalhafnarborgin og viðskiptamiðstöð landsins.
Swansea er hafnar- og iðnaðarborg.
Newport er iðnaðarborg.
Wrexham og Rhondda voru fyrrum miðstöðvar kolanámsins en þar
hefur byggzt upp léttur iðnaður.
Trúarbrögð.
Englandskirkja
var helzta skjól Vels og Englands fram undir 1920, þegar Velska
kirkjan tók við.
Flestir landsmenn eru í trúfélögum utan þjóðkirkjunnar,
sem er arfleifð frá 18. öld, þegar slík þróun tengdist þjóðernisbaráttunni
í sívaxandi iðnaðarsamfélögum.
Guðshúsin eru hætt að vera þungamiðja í lífi landsmanna
eins og þegar 80% landsmanna voru utan þjóðkirkjunnar.
Fjöldinn allur er í söfnuðum meþódista, baptista, presbýtera
(calvinista), þjóðkirkju Vels og óháðasöfnuðinum.
Tungan.
Velska
og enska eru opinber mál í Vels.
Flestir íbúanna tala ensku en velskumælandi eru líklega u.þ.b
20% þeirra.
Í norður- og vestursveitum landsins er velskan ríkjandi og á
síðari árum hefur hún náð fótfestu í hinum þéttbýlari héruðum.
Þessa þróun má þakka því, að velskan var tekin upp í skólum
landsins 1970 og velsk sjónvarpsstöð var stofnuð árið 1982 auk þess
að áhugi á velskri menningu hefur aukizt.
Ríkið hefur líka lagt aukna áherzlu á velskuna vegna þrýstings
frá þjóðernissinnum.
Nú kemur út sívaxandi fjöldi blaða og bóka á báðum
tungum og flest umferðarskilti eru á báðum málum.
Árið 1993 voru samþykkt lög, sem gera ensku og velsku jafnt
undir höfði í ríkisstofnunum og fyrir dómstólum.
Menning.
Það
eimir meira eftir af menningu kelta í Vels en í Skotlandi og Englandi.
Þar ríkir sterk þjóðerniskennd, sem kemur bersýnilega fram
í stuðningi við Velska þjóðernisflokkinn, sem á þingmenn í
fulltrúadeild brezka þingsins í London.
Landsmenn
eru einkum kunnir fyrir hefðir sínar á sviði skáldskapar og söngva,
sem rísa hæst í árlegri hátíð.
Þar eru karlakórar áberandi.
Þessi hátíð, eisteddfod, er helguð velskri tónlist, skáldskap
og menningu um land allt.
Brottfluttir Velsverjar flykkjast til aðalhátiðarinnar, Royal
National Eisteddfod, og alþjóðlega tónlistarhátíðin Eisteddfod er
líka haldin árlega í Llangollen í Clywd í norðurhluta landsins.
Velska bókmenntahefðin er ein hin auðugasta í Evrópu og á rætur
sínar hjá keltnesku skáldunum fyrir rúmri teinöld.
Virtustu skáldin voru Taliesin og Aneirin og eitthver mikilvægastu
rit miðaldabókmenntanna eru Gododdin, sem hinn síðarnefndi skrifaði
í kringum 600 um herferðir göfugra stríðsmanna, og Mabinogion, sem
er safn 11 sagna frá því um 1100.
Dylan Thomas er kunnasta skáld landsins frá 20. öld, þótt
hann notaði enska tungu.
Helztu
menningarstofnanir landsins eru Þjóðarbókhlaðan í Aberystwyth,
eitt brezku höfundarréttarsafnanna, og Bókasafn Þjóðminjasafns
Vels í Cardiff.
Helztu söfnin eru annars Þjóðminjasafnið, Forngripasafn háskólans
í Norður-Vels í Bangor og Byggðasafnið í St. Fagans.
Nokkrir
velskir málarar hafa getið sér góðan orðstír, þeirra á meðal
Richard Wilson og Augustus John.
Tækifæri til sköpunar nútímatónlistar gáfust ekki fyrr en
á síðari tímum vegna hinnar djúpristu hefðar, sem hefur verið viðhaldið
í sveitum landsins.
Velska þjóðlagafélagið hóf söfnun og útgáfu þessarar tónlistar
árið 1906.
Kórsöngur frá trúarvakningunni á síðari hluta 18. aldar er
mjög vinsæll og einkennandi fyrir velska tónlist.
Hefðbundin hljóðfæri, s.s. harpan, eru enn þá í hávegum höfð.
Velska þjóðaróperan og Velska leikhúsið hafa nútímalistir
í hávegum.
Landið státar líka af góðum
hljómsveitum og dansflokkum, s.s. Diversions í Cardiff. |