Brunei,
Flag of Brunei

[Flag of the United Kingdom]

Bandar Seri Begawan     Meira

BRUNEI

Map of Brunei
.

.

Utanríkisrnt.

 

Brunei er smáríki á Norður-Borneo við S.-Kínahaf á milli malæísku fylkjanna Sabah og Sarawak.  Flatarmál er 5.765 km2.  Íbúafjöldi er u.þ.b. 250.000. Landið skiptist í vestur- og austurhluta vegna landamæranna, sem skera það næstum í tvennt. Austurhlutinn er nefndur Temburong-hérað.  Á milli þeirra er hluti af Sarawak.  Láglendi með sandströndum er í vesturhlutanum og mangrove-strönd og fenjasvæði er að finna við Bruneiflóa og í hluta Austur-Brunei en þar eru að öðru leyti hærra liggjandi mýrarsvæði.  Innar í landinu er hæðótt landslag vaxið regnskógi.  Hæst ber Bukit Pagon u.þ.b. 1850 m.

Loftslagið er hitabeltisloftslag með jöfnum hita og talsverðri úrkomu allt árið, þó mest í september til marz og maí og júní. 

Íbúarnir eru 65% malayar, 23% kínverjar og minnihlutahópar innfæddra (iban, dusun, muruf).  Þar að auki er þar verkafólk af ýmsu þjóðerni, frá Evrópu, öðrum Asíulöndum, Ameríku og Ástralíu.  Fjöldi íbúa á km2 er u.þ.b. 43 og fólksfjölgun er u.þ.b. 3.3% á ári.  Ólæsi er 36%.

Vinnuaflið er 80.000, þar af 50% við láglaunastörf  og >40% í framleiðslustörfum.

Trúarbrögð:  60% múslimar auk kristinna og búddista.  

Tungumálið er malæ auk ensku, kínverskra mállýzkna og fjölda mála innfæddra.
Ríkið (Negara Brunei Darussalam; Brunei = Land friðarins) lýsti yfir sjálfstæði 1. janúar 1984.  Það er einræðisríki, sem soldán stjórnar.  Undir soldáninum starfar ráðherraráð og löggjafarráð. Ríkið er hluti af Brezka samveldinu.  Það er í ASEAN, UN og OPEC.  Því er skipt í 4 héruð og 30 hreppa (Mukim).  

Höfuðborgin er Bandar Seri Begawan og aðrar borgir  Kuala Belait og Seria.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM