Oahu er eyja í miðri Hawaii-eyjakeðjunni, milli Kauai og
Molokai, og þekkt undir nafninu Söfnunareyjan. Hún er u.þ.b.
64 km löng og 42 km breið og 1.555 ferkílómetrar. Hún er
miðstöð verzlunar og viðskipta eyjaklasans og mikilvæg
varnarstöð Bandaríkjahers í Kyrrahafi (Perluhöfn). Helztu
landbúnaðarafurðir eyjaskeggja eru ananas og sykurreir.
Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg atvinnugrein. Meðal fjölda
góðra baðstranda er Waikiki við
Diamond Head (gígur)
einna kunnust. Stærsta byggð eyjarinnar er höfuðborg
fylkisins, Honululu.
Áætlaður íbúafjöldi eyjarinnar árið 1990 var 836.200. |