Honolulu er höfuðborg
og aðalhöfn landsins á Oahueyju. Miðstöð viðskipta og iðnaðar og vöru- og mannflutninga
með skipum og flugvélum. Niðursuða
ananas, sykurvinnsla, vefnaður, stál- og álver, olíuhreinsun,
sementsverksmiðja, mjólkurbú, Iolanihöllin, háskóli o.fl.
Honólúlú lét lítið yfir sér áður en Evrópubúar fóru að
setjast þar að. Þá gerði
Kamehameha konungur hana að höfuðborg sinni og borgin er enn þá miðstöð efnahagslífsins á eyjunum. Borgin
stendur á löngu og mjóu eiði á syðsta hluta Oahu, miðbærinn er
allvíður um sig og hefur mun rólegra yfirbragð en margar glæsimyndir
þaðan gefa til kynna. Ferðamannahótelin
standa innan um skýjakljúfa í miklu meira athafnalífi og umferð á
Waikikiströndinni nokkrum kílómetrum austar.
Lega borgainnar við Kyrrahafið með klettabelti
(pali) og kulnuð eldfjöll (Punchbowl og Diamond Head) í baksýn er
margrómuð fyrir fegurð. Fegurð
náttúrunnar utan byggðra bóla er óvíða fjarri á Hawaiieyjum.
Aðalaðdráttarafl Wakikistrandarinnar fyrir ferðamenn eru
verzlanirnar, veitingahúsin og aðstaðan á ströndinni.
Deigla þjóðerna og staða Hawaii og Honólúlú sem vegamót
heimsins gera borgina að stað, þar sem eitthvað er alltaf að gerast
og allt er til sölu. Dvöl
þar gefur gestum líka gullin tækifæri til að fara í skoðunarferðir
út í hvern krók og kima eyjanna. |