Belize
er á austurströnd Yucatánskagans.
Þingbundið einræði. Flatarmál
er 22.965 km², íbúafjöldi er 160.000, höfuðborgin er Belmopan og
tungumál enska, patois og spænska.
Áætlunarflug
oft í viku frá Mexíkóborg, Miami og Kingston (Jamaica) og Belize City.
Hægt er að komast með skemmtiferðaskipum eða flutningaskipum
til Belize.
Þegar
ferðast er lengri vegalengdir í Belize, eru notaðar litlar flugvélar
en fjórhjóladrifin farartæki á landi.
Mið-Ameríuríkið
Belize, sem hefur verið sjálfstætt frá 1981, hét áður Brezka-Hondúras.
Það er á austurströnd Yucatánskagans, að mestu hulið
hitabeltisregnskógi og lítið numið.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og útflutningur landbúnaðarvara.
Ströndin er þakin lónum og fenjatrjám og fyrir henni eru litlar
kóraleyjar og klettar, sem laða til sín á síðustu árum æ fleiri ævintýramenn,
kafara og stangaveiðimenn. Fjöldi
fuglategunda á sér þarna samastað.
Líklegt má telja, að þessi ósnortna paradís verði líka
fjöldaferðamennsku að bráð.
Norðaustan staðvindurinn ríkir hér allt árið.
Frá desember til apríl er þurrviðrasamt en frá maí til
nóvember er regntími en þá gera oft hvirfilvindar vart við sig. Ársmeðalhiti
er 27°C, bæði í lofti og sjó. Landsvæðið,
sem liggur nú undir Belize, var miðsvæðis í löndum maya fram á 9.
öld. Spánverjar höfðu
ekki áhuga á landnámi á þessum slóðum og létu því Englendingum
eftir að setjast þar að. Þeir
hófu landnám á fyrri hluta 17.aldar.
Sjóræningjar leituðu oft skjóls fyrir ströndum Belize.
Á 18.öld vildu Spánverjar hrekja Englendinga á brott og árið
1798 kom til sjóorrustu við St. George's Cay (framundan núverandi höfuðborg,
Belize City), sem Spánverjar töpuðu. |