Belize meira,


BELIZE
MEIRA

Map of Belize
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Árið 1862 stofnuðu Bretar nýlenduna Brezka Hondúras, sem sett var undir landsjóra krúnunnar.  Árið 1964 fékk nýlendan heimastjórn og árið 1973 var landið skírt Belize.  Árið 1981 fékk landið fullt sjálfstæði en brezkur her hefur þar enn þá aðsetur.

Með ströndum fram búa næstum eingöngu afkomendur afrískra þræla og verkamanna frá Suður-Asíu, sem flestir komu frá Litlu-Antilleyjum.  Þar að auki  eru þar u.þ.b. 15.000 þeldökkir karíbar, sem nefnast garifuna.  Þeir eru afkomendur indíána og negra frá Afríku, sem Englendingar fluttu nauðuga til landsins.  Spænskumælandi mestisar, Sýrlendingar, kínverjar og Evrópumenn bætast við þessa deiglu.

Aðalatvinnuvegir
Landbúnaður og skógarhögg.
  Einungis fimmtungur ræktanlegs lands er nýttur og aðallega til útflutningsframleiðslu.  Vítt og breitt má sjá hrísgjóna-, maís- og sykurreyrsakra og kókospálma-, banana, kakó- og sítrusplantekrur.  Mikið er unnið af eðalviði, mahóni, rósaviði, setrusviði o.fl.
Fiskveiðar eru líka mikilvægar vegna útflutnings.  Mest er flutt út af krabba og rækju.
Iðnaðaruppbygging er enn þá á byrjunarstigi.  Einkum er um að ræða sykurvinnslu, niðursuðu ávaxta og viðarvinnslu.  Þá hálfvinna nokkrar verksmiðjur vörur og framleiða vefnaðarvörur.
Ferðaþjónusta er líka í burðarliðnum.  Reynt er að byggja upp strandhótel og gera rústir mannvirkja maya aðgengilegar fyrir ferðamenn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM