Mons Belgía,
Flag of Belgium


MONS
BELGÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Mons (Bergen) er héraðshöfuðborg í Hainaut í grennd við Brussel.  Hún er miðstöð framleiðslu og flutninga í Borinage-kolanámuhéraðinu (koks, efnavörur, dúkur og kniplingar).  Gotneska kirkjan er frá 15. öld og háskólarnir eru tveir.  Fyrsta byggðin á þessum stað reis á dögum Rómverja (virki).  Árið 804 gerði Karl mikli hana að höfuðborg héraðsins.  Þar þróaðist vefnaðarmarkaður á 14. öld.  Á árunum 1691-1830 var borgin undir yfirráðum Frakka, Austurríkismanna og Niðurlendinga en varð hluti af sjálfstæðri belgíu í lokin.  Hinn 23. ágúst 1914 varð borgin vettvangur fyrstu bardaga milli Breta og Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni og Bretar neyddust til að hörfa.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 92 þúsund.

Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir