brüssel belgía,
Flag of Belgium

MEIRA      

BRÜSSEL
BELGÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Brüssel er höfuðborg landsins.  Hún er í 15-100 m hæð í Brabant-sýslu með rúmlega 1 milljón íbúa.  Borgin er tveggja tungumála svæði í hinum flæmska hluta Belgíu (flæmska, franska).  Borgin er aðsetur ESB, Euratom, NATO og ESA.

Heilagur Gaugerich eða Géry, biskup frá Cambrai, stofnaði borgina með aðsetri á einni eyjunni í Senne, sem enn þá er nefnd eftir honum, árið 580.  Samkvæmt annálum 10. aldar heitir borgin Brucsella (Broec = Bruch = mýri; Sele = Siedlung = byggð).  Árið 977 byggði Karl af Niederlothringen, hertogi, höll á St. Géry-eyju.  Á 11. öld settust hinir herskáu Löwengreifar að á Goudenberg-hæðinni.  Vegna legu sinnar við verzlunarleiðina á milli Brügge og Kölnar dafnaði borgin og hafði 43.500 íbúa þegar árið 1455.
Varnarmúrar borgarinnar, sem voru færðir út árin 1357-59 og styrktir um 1530 og stóðu fram á 19. öld, náðu aðeins út fyrir núverandi breiðgötu, sem liggur umhverfis gamla bæjarkjarnann.

Búrgúndhertogar áttu dvalarstað í Brüssel og héldu þar hirð og marga franska riddara.  Þeir innleiddu franska tungu, sem þá var tízkumál við hirðir konunga og meðal niðurlenzka aðalsins.  Árið 1477 náðu Habsborgarar yfirhendinni og fjörugt hirðlíf dafnaði við hirð Karls V.  Árið 1546 flutti María hin ungverska frá Mecheln til Goudenberg og Filip II flutti aðallandstjórn sína þangað undir Margréti frá Parma.

Árið 1566 brauzt út fyrsta andspyrna gegn kúgun Spánverja á Niðurlöndum, en þeir héldu borginni, þrátt fyrir margar og mannskæðar orrustur.  Á meðan á styrjöldum Lúðvíks 14. stóð, brenndi hershöfðingi hans, Villeroi, lægst liggjandi borgarhlutann.  Í byrjun 18. aldar, þegar íbúar Brüssel hölluðu sér að Austurríki (María Theresía; Prins Karl frá Lothringen var landstjóri hennar) og friður komst á, fjölgaði íbúum brátt í 74.000.  Eftir ólgu frelsisbyltinganna og frönsk yfirráð hófst hin nýja þróun borgarinnar smám saman við sameiningu hennar og Niðurlanda og nýtt blómaskeið hófst.  Brüssel hefur verið höfuðborg konungsríkisins Belgíu frá upphafi (eftir byltinguna 1830).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM