Brussel meira Belgía,
Flag of Belgium


BRÜSSEL MEIRA
BELGÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Manneken Pis, Brussels, BelgiumRáðhúsið við Marktplatz.  Hinn 96 m hái turn þess er frá 1455 en bakhlið hússins er frá 18. öld.  Á toppi turnsins er verndari borgarinnar, erkiengillinn Mikael.  Beint á móti ráðhúsinu er fyrrum gildishús bakara, sem nú er borgarsafnið, reist í 15. og 16. aldar stíl á árunum 1875-85.  Stéttarfélagahúsin, að mestu frá síðari hluta 17. aldar, með fögurm göflum, veggsúlum, handriðum og höggmyndum, eru ríkulega gullskreytt og ljá torginu mjög fallegt yfirbragð.

Skammt frá ráðhúsinu, á horni Rue de l'Etuve og Rue de Chene, stendur "Manneken Pis", brunnur, sem sett var á lítil bronsstytta af dreng að pissa árið 1619 (Jerome Duquiesnoy).  Sögusagnir frá 15. öld um tilurð styttunnar eru glataðar og ýmsar skýringar eru á lofti.  Í spænska erfða-stríðinu 1741-48 var styttan fjarlægð og brotin en var sett saman á ný og komið fyrir á sama stað.  Jafnvel nú á dögum hafa verið gerðar tilraunir til að stela henni.  Á stórhátíðum er styttan klædd einhverjum hinna hundruða búninga, sem henni hafa verið sendir víða að úr heiminum í gegnum tíðina og geymdir eru í borgarsafninu.  Þessi stytta, þótt lítil sé, er eitt aðalkennimerkja Brüssel.

Gueuze-bjórinn er eitt einkennismerkja Brüssel.  Þriðjungur efna, sem notuð eru í bjórgerð-ina er óunnið hveiti og afgangurinn gerjað bygg og þriggja ára humlar.  Hægt er að fylgjast með bjórgerðinni í Gueuzesafninu.  Þetta er svonefndur 'Lambic-bjór', sem látinn er gerjast án þess að geri sé bætt út í hann.  Honum er tappað á flöskur, líkt og kampavíni, og látinn gerjast í þeim i hér um bil 2 ár.  Bjórinn er brúnn og freyðandi og dálítið beizkur.  Hann er sagður beztur til drykkjar við +7°C - +10°C.  Þess verður að gæta að drekka ekki sorann á flöskubotninum, ef bjórinn er ekki síaður.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM