steyr austurríki,


STEYR
AUSTURRÍKI
.

.

Utanríkisrnt.

Steyr er borg í Efra-Austurríki viđ ármót Steyr og Enns.  Hún er miđstöđ iđnađar og á sér langa sögu á ţví sviđi.  Međal ţekktra framleiđenda eru Steyr AUG (vopnaverksm.), Steyr traktor- og Steyr bílaverksmiđjurnar.

Borgin átti teinaldarafmćli áriđ 1980 og af ţví tilefni voru söguleg gerđ upp.  Borgin státar ađ ţví loknu af einhverri bezt varđveittu, gömlu miđborg landsins umhverfis „Borgartorgiđ".  Bćđi voru ţar velvarđveitt hús og veluppgerđ eftir síđari heimsstyrjöldina.  Frćgast ţessara húsa er „Bummerlhaus", sem telst til fegurstu, gotnesku bygginga af ţessari stćrđ í Miđ-Evrópu.

Lega borgarinnar er mjög hentug viđ ármót Steyr og Enns, sem mćtast nánast í miđju bćjarins viđ Babenberg-kastalans „Lamberg" og kirkju hl. Mikaels.  Vegna ţessarar legu hafa flóđ veriđ tíđ um aldir, m.a. í ágúst 2002.  Sunnan borgarinnar er fjöldi hćđa, sem teygist í átt til Alpanna.  Norđan borgar lćkka hćđirnar niđur ađ ármótum Enns og Dónár, ţar sem borgin Enns stendur.

Saga Steyr byggist merkum íbúum, gestum og styrjöldum.  Franz Schubert samdi „silungakvintettinn" í fríi í borginni, tónskáldiđ Anton Bruckner var orgelleikari í sóknarkirkju ţar og Adolf Hitler dvaldi ţar skamman tíma á táningsárum.  Hann bjó í herbergi í Grünmarkt og sótti gagnfrćđaskóla í Steyr áriđ 1904.

Áriđ 1934 háđu sósíaldemókratar og krisilegir sósíalistar hildir í borginni í austurrísku borgarastyrjöldinni, sem leiddi til fasistastjórnarinnar áđur en Ţýzkland innlimađi Austurríki áriđ 1938.

Í síđari heimsstyrjöldinni olli mikil framleiđsla vopna- og farartćkja heiftugum loftárásum bandamanna.  Mestur hluti borgarinnar varđ mjög illa úti, en áfram hélt framleiđslan til stríđsloka.  Mauthausen útrýmingarbúđirnar í Steyr eru svartur blettur á sögu borgarinnar.  Í maí 1945 hittust 'fimmta flugsveit' rauđa hersins og svartliđar 761. skriđdrekasveitar Bandaríkjamanna auk 71. innrásarsveitarinnar á brúnni yfir Enns.  Borgin var í höndum Bandaríkjamanna og sovézku sveitirnar voru austan markalínu bandamanna í Neđra-Austurríki.  Bandamenn yfirgáfu Austurríki ekki fyrr en áriđ 1955 og ţá fékk landiđ aftur fullveldi og lýsti yfir hlutleysi.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM