Austurríki meira,

HAGTÖLUR SAGAN VÍNRÆKT Sendiráð og ræðismenn

AUSTURRÍKI
Meira

.

.

Utanríkisrnt.

Austurríki er sambandslýðveldi með 9 sambandsríkjum, alls 83.853 km².  Íbúafjöldinn 1981 var 7,5 milljónir og hefur staðið í stað árum saman.  U.þ.b. 90 íbúar á km².  Austurríki telst til minni ríkja Evrópu.  98% þjóðarinnar eru af þýzku bergi brotin en 2% eru króatar, madjarar, slóvakar og tékkar.  90% þjóðarinnar eru katólsk, 6% mótmælendur (Burgenland og Kärnten), 12.000 gyðingar og nokkrir trúleysingjar í stærri borgum landsins.  Landið er stjórnmála- og viðskiptalega hlutlaust en tilheyrir samt Vestur-Evrópulöndum.  Í Austurríki er þingbundið lýðræði með forseta, sem kosinn er beinni kosningu og útnefnir síðan ríkisstjórn undir stjórn kanslara.  Austurríki er vinsælt heilsársferðamannaland.  Náttúrufegurð, útilíf og menning draga ferðamenn að.  Vín og Salzburg eru meðal fegurstu borga Evrópu og vinsælustu ferðamannastaða landsins.

Landið varð lýðveldi árið 1919.  Það liggur hvergi að sjó eftir að Evrópu var skipt í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, því að nágrannalöndin réðu mestu um núverandi landamæri þess.  Austurríki er 580 km langt og 280 km breitt, þar sem það er breiðast.  Lengd landamæra er 2.650 km og landið liggur að 7 löndum, Þýzkalandi, Ítalíu, Tékklandi, Ungverjalandi, Slóveníu, Sviss og Lichtenstein.  Eftir síðari heimsstyrjöldina var Austurríki skipt í 4 hernámssvæði, eins og Þýzkalandi, en fékk sjálfstæði aftir árið 1955 án skilyrða.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM