Heiligenkreuz Austurríki,


HEILINGENKREUZ
AUSTURRÍKI

.

.

Utanríkisrnt.

Heiligenkreuz er lítið þorp í Vínarskógi í 317 m hæð í fylkinu Neðra-Austurríki. Þar er elzta Zisterzienserklaustur Austurríkis, stofnað 1133.  Þorpið dregur nafn af klaustrinu en nafnið er komið af fornum krossi, sem austurrískur hertogi gaf klaustrinu.  Klaustrið var endurnýjað á 17. og 18. öld og var stækkað um tveggja hæða súlnagöng umhverfis húsagarð auk þess að byggður var hliðturn.  Klausturkirkjan er frá 12. og 13. öld.  Kirkjuskipið er rómanskt, kórinn gotneskur með steindu gleri frá því um 1300, predikunarstóllinn frá byrjun 18. aldar, krossgöngin með 300 marmarasúlum er í rómansk-gotneskum stíl frá 1220-1250.  Í garðinum er ríkulega skreytt súla heilagrar þrenningar og barokbrunnur, kenndur við heilagan Jósef.  Þarna er stórt og mikið bókasafn, sem hægt er að fá að skoða, ef pantað er fyrirfram.  Í safninu eru dýrmæt handrit, sem eru m.a. skrifuð í sjálfu klaustrinu á 11. - 13. öld.

Mayerling er karmelítaklaustur, 6 km suðvestan Heiligenkreuz.  Það var áður veiðibústaður Rudolfs krónprins af Austurríki.  Vofeiflegur dauði hans og hjákonu þar 30. janúar 1889 olli því, að höllin varð að fjölsóttum minningarstað.  Getgátur eru uppi um, að prinsinn hafi tekið líf þeirra beggja í óþökk hennar en í þeirri staðföstu trú, að það væri eina leiðin fyrir þau að vera saman um alla eilífð, því hann elskaði hana mjög.  Hún var ekki komin af táningsaldri (18 ára) en hann var allmiklu eldri.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM