Alice Springs Ástralía,
Flag of Australia


ALICE SPRINGS
ÁSTRALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Alice Springs er borg í Mið-Ástralíu í Norðurfylki í austurjaðri MacDonnell-fjallgarðsins.  Borgin hét áður Stuart og var símskeytastöð 1871 og var stofnuð opinberlega 1889.  Borgin er miðtöð viðskipta og flutninga fyrir námu- og landbúnaðarsvæðin í nágrenninu.  Borgin er líka mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, því að hún er næsta borg við Uluru (Ayers Rock).

Alice Springs er nokkurn veginn í miðri Ástralíu og er meðal fárra byggðra svæða í Rauðu miðjunni (Red Centre).  Þar eru höfuðstöðvar hinnar Konunglegu fljúgandi læknaþjónustu og þar er líka flugskóli.  Meðal sögulegra staða eru Adelaidehúsið, Flugminjasafnið og símskeytastöðin.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 26 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM