Singapúr
er í Sa-Asíu, sunnan Malakkaskaga og aðskilin honum með sundinu
Selat Johor. Heildarflatarmál
er 618,1 km2, aðaleyjan 570,4 km2. Auk
aðaleyjarinnar tilheyra Singapúr 54 smærri eyjar. Aðaleyjan er hæðótt inn til landsins. Suður- og austurhlutarnir eru láglendir. Þar
er hitabeltisloftslag með mikilli úrkomu, sem fylgir na-monsún frá nóvember
til janúar. Meðalúrkoma
ársins er u.þ.b. 2400 mm. Hitabreytingar
eru litlar milli dags og nætur. Ársmeðalhiti
er 26,4°C. Íbúarnir
eru u.þ.b. 77% kínversks uppruna, 15% malayar, 6% Indverjar auk
minnihlutahópa frá Evrópu og öðrum heimshornum.
Heildarfjöldi íbúa
árið 2000 var u.þ.b. 2,5 millj., sem þýðir 4045
manns á km2. Íbúafjölgun
er u.þ.b. 2,5%. Lífslíkur
u.þ.b. 71 ár. Ólæsi u.þ.b.
17%. Vinnuafl u.þ.b. 950.000 og þar af vinna 60% í þjónustustörfum
en restin í iðnaði (39%). Aðaltrúarbrögð
eru tengd Konfúsíusi, margt er um taoista og búddista eða samtals
yfir 50%. Minnihlutahópar
aðhyllast islam, hindi, kristni og gyðingatrú. Tungumál:
Þjóðartungan er malæiska en þar að auki er töluð enska, kínverska
og tamil. |