Kambódía meira,
Flag of Cambodia

MONSÚN
MISSERISVINDAR

SAGAN HAGTÖLUR    

KAMBÓDÍA
MEIRA

Map of Cambodia
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landafræði.   Miðhluti landsins er þakinn frjósömum sléttum Mekong-dalsins, sem er umkringdur hinum svo-nefndu 'Mikluvötnum' (Tonle Sap).  Til norðurs og austurs eru skógar og graslendi.  Í suðri standa Phnom Kravanh-fjöll með strandlengjunni.

Helztu fljót landsins eru Mekong.  Hæsti tindurinn er Phnum Aoral (1.813 m; 5.947').


Loftslag.  Rakt hitabeltisloftslag.  Misserisvindatíminn (na-monsúninn) er frá júní til nóvember.  Meðalúrkoma á þeim tíma er 5.000 mm (200 í fjöllunum).

Efnahagsmál.  Ýmsir atburðir urðu til þess að splundra efnahagslífi landsins, s.s. innrás, borgarstyrjaldir, milljónamorð (1976-79) og niðurfelling gjaldmiðils landsins árið 1978.  Víetnamar hafa aðstoðað við hæg-fara endurreisn landbúnaðar og iðnaðar síðan 1979, en Kambódía er enn þá meðal fátækustu landa heims.  Fyrrum voru hrísgrjón meðal útflutningsvara landsins en nú nægir framleiðsla þeirra ekki til eigin þarfa.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM