Buenos Aires meira Argentína,
Flag of Argentina

Einkenni borgarinnar      

BUENOS AIRES
Ýmislegt um borgina

ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Fólkið Margir telja Buenos Aires evrópskustu borgina í Latnesku-Ameríku.  Þar búa aðallega afkomendur innflytjenda frá Spáni og Ítalíu, sem komu til landsins síðla á 19. öld og fyrri hluta hinnar tuttugustu.  Þarna búa líka hópar Þjóðverja, Breta, gyðinga frá Mið- og Austur-Evrópu og fólk frá Mið-Asíu, sem er almennt kallað „turcos”.  Flestir eru rómversk-katólskir.

Frá fjórða áratugi 20. aldar hefur íbúafjölgunin aðallega komið frá norðurhéruðum landsins.  Þetta eru að mestu kynblendingar indíána og Evrópumanna (mestizo), sem eru orðnir u.þ.b. þriðjungur borgarbúa.  Þetta fólk býr aðallega í fátækustu hverfunum.  Mjög lítið ber á svertingjum og múlöttum.  Einkum virðist bera á því, að minnihlutahópar dragist saman í hverfum borgarinnar, þótt minna beri á slíku en í mörgum öðrum heimsborgum.  Hverfið Villa Crespo er oft kallað gyðingahverfið, Avenida de Mayo er kennt við Spánverja og Flores við „turcos”.  Þjóðareinkenni Argentínu hafa ekki liðið fyrir það, að samlögun þessa fólks er ekki fullkomin.


Efnahagsmál Mikilvægi borgarinnar sem miðstöð út- og innflutnings byggist á því, hve efnahagur landsins á mikið undir framleiðslu og útflutningi landbúnaðarvara.  Auk þess er hún stærsti neytendamarkaður, iðnaðar- og samgöngumiðstöð landsins.  Efnahagslíf borgarinnar er miklu fjölbreyttara en annarra landshluta, þannig að stöðugleikinn er meiri þar, þrátt fyrir óðaverðbólguna, sem veldur allri þjóðinni búsifjum.  Höfn borgarinnar er hin stærsta í Suður-Ameríku.  Þangað koma skip frá öllum heimshornum með farma af nauðsynjum og fara með aðalútflutningsvörur landsins.  Oft bíða flutningabílar í röðum eftir afgreiðslu, þar eð skipin komast ekki inn í höfnina vegna þrengsla.

Iðnaður Þungaiðnaður hefur vaxið meira í borginni en annars staðar í landinu.  Borgin býr yfir rúmlega þriðjungi framleiðslugetu landsmanna og rúmlega helmingur iðnverkafólks vinnur þar.  Á sjötta áratugi 20. aldar var lögð áherzla á framleiðslu neyzluvara til að gera borgina sjálfri sér næga á því sviði.  Mikilvægasti iðnaðurinn byggist á framleiðslu matvæla (kjöt, fiskur og kornvara), málmvinnslu, samsetningu bíla, olíuhreinsun, prentun og útgáfustarfsemi, vefnaði, pappír og efnavöru.  Þjónustugreinar krefjast u.þ.b. 20% vinnuaflsins.  Borgin tekur til sín rúmlega helming allrar orku, sem er framleidd í landinu.  Innan borgarmarkanna eru aðaliðnfyrirtækin á svæði, sem er kallað „barrio de Barracas” en uppbygging iðnaðar er vaxandi í suðurhlutanum.

Fjármál og viðskipti Óhætt er að segja, að lunginn úr fjármálastarfsemi landsins fari fram í borginni.  Bankar hennar annast næstum öll viðskipti og eignarhald þeirra er að mestu í höndum erlendra fjárfesta.  Seðlabanki landsins stýrir bankakerfinu.  Kauphöllin og sérmarkaðir annast öll hlutabréfa- og matvælaviðskipti landsins.  Fjármálahverfið er rétt norðan Mayo-torgsins.

Samgöngur Samgöngukerfi borgarinnar er meðal hinna beztu í heimi, en það þróaðist í kringum „colectivo” einkaframtakið.  Oftast eru biðstöðvar þessara strætisvagna innan seilingar og víðast er úr mörgum möguleikum að velja.  Neðanjarðarlestirnar voru miðaðar við þarfir borgarinnar á fjórða áratugnum og heldur hefur dregið úr mikilvægi þeirra.  Flestir, sem starfa í viðskiptaheiminum aka í bílum sínum eða lestum frá norðurhlutanum í og úr vinnu.  Verkamenn nota aðallega „coletivo” í sama tilgangi.  Umferðinni er stjórnað með umferðaljósum, en borgarbúar eru frægir fyrir að hunza þau.  Aðalgöturnar Calle Florida og Calle Lavalle voru lokaðar bílaumferð hluta úr degi til að greiða fyrir umferð gangandi vegfarenda.  Fyrrnefnda gatan er nú eingöngu göngugata.  Aðalumferðaræðar, sem liggja inn í og út úr borginni tengjast Avenida General Paz, sem er stærsta hringgata hennar.  Aðrar helztu götunar geisla út frá Mayo-torgi í hjarta borgarinnar.  Járnbrautarstöðvar borgarinnar tengja hana við allar aðalleiðir og raflestir aka frá úthverfunum til nágrannaborganna Tigre og Moreno.

Alþjóðaflugvöllurinn Ezeiza, Don Torcuato-flugvöllur og El Palomar-flugvöllur eru utan borgarmarkanna í Esteban Echeverria, Tigre og Morón.  Þeir tengjast borginni með hraðbrautum.  Borgarflugvöllurinn Jorge Newbery, aðalmiðstöð innanlandsflugsins, er innan fylkismarka borgarinnar.  Þaðan er líka flogið til næstu nágrannalanda.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM